Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 68

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 68
'68 ÚRVAL klæðnaði hlyti að vera jafnmik- ið ábótavant og mér fannst ég sjálf vera lítilmótleg þessa stundina. Ö, hve ég óskaði þess- heitt, að hann færi. En það kom honum ekki til hugar, hann lék sér að blævængnum, spurði hver hefði málað hann og reyndi á þann hátt að fá mig til að tala. En ég laut höfði og grúfði andlitið niður í fellingar erm- anna, þótt ég ætti með því á hættu að andlitsduftið færi í klessur.“ Hún gerir enn um stund gælur við lýsinguna á þessum samfundi og heldur svo áfram: „En þetta var samt ó- tilhlýðilegt, þegar tillit er tekið til aldurs okkar og stöðu hvors um sig.“ Ályktunarorð hennar •eru þessi: ,,Ég býst við, að eins fari fyrir öllum byrjendum og mér í þetta skipti.“ Víða í bókinni eru skilgrein- ingar á hugtökum og lýsingar á geðbrigðum. Á einum stað stendur undir hugtakinu dýrö- legt: „Hvítur kímonó á herð- um kornungrar stúlku utan yfir undirkímonó. Mulinn ávaxtaís með dökkbrúnum sykurþráðum í spánnýrri skál. Rósasveigur úr kristalli. Snæviþakið bláregn og snævihulin blóm á plómutré. Fallegt barn að borða jarðar- ber.“ Fágœti: „Tengdamóðir sem ann tengdadóttur sinni. Blek- kessulaust afrit af kvæðasafni eða öðru þvílíku. Silfurstöng sem reitir vel augnahárin. Kon- ur, saman um heimili, sem til lengdar halda sér í hæfilegri fjarlægð hvor frá annarri, taka fullt tillit hvor til annarrar — þær eru alls ekki til.“ Heillandi: „Lótusblóm á vatni eftir regnskúr.“ Það sem getur gert mann þunglyndan: „Að snýta sér til að leyna grátinum. Að reita augabrýrnar. Að borða sinnep.“ Það sem vekur angurværð: „Bréf frá gömlum elskhuga tek- in fram í góðu tómi, þegar regn- ið strýkur gluggann. Leður- blökublævængur frá því ífyrra.“ Þaö sem veldur hjartslætti: „Spörfuglar sem mataunga sína. Að ganga framhjá barnaleik- velli. Að vera ein í herbergi þar sem angan af góðu reykelsifyllir loftið. Að þvo hár sitt og klæða sig meðan fötin anga enn af sætu reykelsi -— þó að við séum aleinar fáum við hjartslátt af því. Silkikjóll sem bylgjast hægt í vindi. Allt þetta veldur hjartslætti." Óþœgilegt: „Maður rífur kín- verskt blek á skrifsteininum, það er hár í blekinu eða jafn- vel steinarða, sem sífellt ríf- ur — glisjí, glisjí! Barn æp- ir rétt þegar maður er að reyna að ckilja eitthvað. Hundur gelt- ir að vini, sem kemur í leyni- lega heimsókn til okkar; maður gæti drepið slíkan hund. Elsk- hugi, sem maður hefur geymt til næturinnar á óvenjulegum stað, byrjar að hrjóta.“ Gremjuleg: „Þú hefur skrifað ljóð eða svarað ljóði og sendi-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.