Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 68
'68
ÚRVAL
klæðnaði hlyti að vera jafnmik-
ið ábótavant og mér fannst ég
sjálf vera lítilmótleg þessa
stundina. Ö, hve ég óskaði þess-
heitt, að hann færi. En það
kom honum ekki til hugar, hann
lék sér að blævængnum, spurði
hver hefði málað hann og reyndi
á þann hátt að fá mig til að
tala. En ég laut höfði og grúfði
andlitið niður í fellingar erm-
anna, þótt ég ætti með því á
hættu að andlitsduftið færi í
klessur.“ Hún gerir enn um
stund gælur við lýsinguna á
þessum samfundi og heldur svo
áfram: „En þetta var samt ó-
tilhlýðilegt, þegar tillit er tekið
til aldurs okkar og stöðu hvors
um sig.“ Ályktunarorð hennar
•eru þessi: ,,Ég býst við, að eins
fari fyrir öllum byrjendum og
mér í þetta skipti.“
Víða í bókinni eru skilgrein-
ingar á hugtökum og lýsingar
á geðbrigðum. Á einum stað
stendur undir hugtakinu dýrö-
legt: „Hvítur kímonó á herð-
um kornungrar stúlku utan yfir
undirkímonó. Mulinn ávaxtaís
með dökkbrúnum sykurþráðum
í spánnýrri skál. Rósasveigur úr
kristalli. Snæviþakið bláregn og
snævihulin blóm á plómutré.
Fallegt barn að borða jarðar-
ber.“
Fágœti: „Tengdamóðir sem
ann tengdadóttur sinni. Blek-
kessulaust afrit af kvæðasafni
eða öðru þvílíku. Silfurstöng
sem reitir vel augnahárin. Kon-
ur, saman um heimili, sem til
lengdar halda sér í hæfilegri
fjarlægð hvor frá annarri, taka
fullt tillit hvor til annarrar —
þær eru alls ekki til.“
Heillandi: „Lótusblóm á vatni
eftir regnskúr.“
Það sem getur gert mann
þunglyndan: „Að snýta sér til
að leyna grátinum. Að reita
augabrýrnar. Að borða sinnep.“
Það sem vekur angurværð:
„Bréf frá gömlum elskhuga tek-
in fram í góðu tómi, þegar regn-
ið strýkur gluggann. Leður-
blökublævængur frá því ífyrra.“
Þaö sem veldur hjartslætti:
„Spörfuglar sem mataunga sína.
Að ganga framhjá barnaleik-
velli. Að vera ein í herbergi þar
sem angan af góðu reykelsifyllir
loftið. Að þvo hár sitt og klæða
sig meðan fötin anga enn af
sætu reykelsi -— þó að við séum
aleinar fáum við hjartslátt af
því. Silkikjóll sem bylgjast
hægt í vindi. Allt þetta veldur
hjartslætti."
Óþœgilegt: „Maður rífur kín-
verskt blek á skrifsteininum,
það er hár í blekinu eða jafn-
vel steinarða, sem sífellt ríf-
ur — glisjí, glisjí! Barn æp-
ir rétt þegar maður er að reyna
að ckilja eitthvað. Hundur gelt-
ir að vini, sem kemur í leyni-
lega heimsókn til okkar; maður
gæti drepið slíkan hund. Elsk-
hugi, sem maður hefur geymt
til næturinnar á óvenjulegum
stað, byrjar að hrjóta.“
Gremjuleg: „Þú hefur skrifað
ljóð eða svarað ljóði og sendi-