Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 105

Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 105
VETURSETA Á SVALBARÐA 103 það hafði fennt fyrir gættina. Ég var innikróuð. En ég varð að komast út til þess að ná í kol og olíu. Ég gróf göng gegnum fönnina með kolaskóflunni. Síðan skreið ég á fjórum fótum að viðar- hlaðanum, þar sem kolapokarn- ir voru geymdir. Það var ó- mögulegt að standa upp vegna veðurofsans. Mér tókst að ná einum pok- anum ofan af hlaðanum, en ég gat ekki dregið hann heim að kofanum. Þá mundi ég eftir því, að ég hafði séð lítinn sleða upp við einn vegginn. Ég krafsaði mig að vesturveggnum og þar fann ég sleðann, en auk hans tvær olíuflöskur. Loks kom ég kolapokanum inn í kofann. Þá var komið kvöld. Ég dró glugga- tjaldið fyrir, en úti hvein í veðr- inu og það næddi gegnum vegg- ina. Þannig hefur veðrið verið í þrjá daga. Það fennir stöðugt meira kringum kofann.Ég moka snjónum frá dyrunum á hverj- um degi, en skaflinn er alltaf jafnstór á hverjum morgni. * Einn morguninn er allt kyrrt. Ég opna dyrnar og sé engan skafl. Það hefur ekki fennt í göngin, sem ég mokaöi í gær. Hvarvetna ríkir kyrrð og friður. Grænblár himinninn hvelfist yfir snæviþöktu landinu. Það er eins og jörðin svífi í lausu lofti. Rétt fyrir ofan sjóndeild- arhringinn er kringlóttur ljós- depill, blárauður á litinn; það er endurspeglun frá sólinni, sem er langt undir sjóndeildar- hringnum. Það er eins og allir hlutir séu sjálflýsandi og geisli frá sér fögrum og dularfullum bjarma. Öll fjöllin eru glampandi hvít og silfurhvítt tunglið speglast í sléttum firðinum. Ég verð gagntekin af kyrrð- inni sem umlykur mig. Ég skynja ekki neitt nema kyrrð- ina og einveruna, eins og ég væri ekki til sjálf. Hér er engin vera eins og ég, sem gæti minnt mig á mína eigin tilveru. Mér finnst sem ég renni saman við vold- uga náttúruna. Þegar ég kem inn í kofann, bæti ég kolum á eldinn og sópa gólfið. Þá rakna ég aftur úr leiðslunni. En ég á erfitt með að skrifa dagbókina mína í dag. Hvers vegna hefur kyrrð og friðsæld náttúrunnar haft slík áhrif á mig? Af því að veður- ofsinn var undanfari hennar? Eru andstæðurnar ávallt skil- yrði fullkominnar lífsnautnar? Ég skil nú hvað maðurinn minn átti við þegar hann sagði: ,,Þú verður að vera ein í heim- skautslöndunum til þess að skilja hvað lífið er í raun og veru. Eftir margar aldir fara menn ef til vill til heimskauts- landanna eins og þeir héldu til eyðimarkanna á tímum Biblí- unnar til þess að finna sann- leikann aftur.“ #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.