Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 39
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU EIGINMANNSINS
37
aldrei stöðu sinnar vegna orð-
ið hlutlaust vitni í sambandi
við fræðilegar hugleiðingar um
hinar jákvæðu hliðar hjóna-
bandsins, getur hann stundum
með framferði sínu einu sam-
an verið einkar sannfærandi
röksemd, holdtekin melódía úr
sinfóníu hjónabandsins, áhrifa-
mikil auglýsing um ágæti þeirr-
ar stofnunar sem hann hefur
hafnað í. Ég þekki persónulega
allmarga slíka eiginmenn: vini
og kunningja af ýmsu tagi, sem
eftir misjafnlega mikil heila-
brot hafa kvatt skuggaborgir
sveinlífisins og flutt í sinn un-
aðsdalinn hver. Ég hitti þá
stundum og fæ tækifæri til að
rabba við þá, og breytingin
sem hefur orðið á þeim er mér
sífellt tilefni undrunar, aðdá-
unar og öfundar.
Því að hef ég ekki þekkt þá
áður, í náttúrlegu ástandi sínu,
og voru þeir þá ekki eins og
við hinir: latir, kærulausir,
gefnir fyrir stælur, svarnir
óvinir stundvísi og hverskonar
stefnumála, festulausir og
öfgafullir menn, nátthrafnar,
fullir fyrirlitningar á heimin-
um og sjálfum sér til klukkan
sex á kvöldin, þorstlátnir menn,
fjöllyndir menn og kærulausir
í fjármálum; í stuttu máli
himinhrópandi viðvörun í fé-
lagslegum og siðferðilegum
efnum, tregir til hverskonar
þjóðþrifastarfsemi, en þeim
mun fúsari til að falla fyrir
hverri þeirri freistingu sem á
vegi þeirra varð, án þess nokk-
urt sálarstríð væri á undan
gengið.
Þannig hef ég þekkt þá; og
hvernig eru þeir núna? 1 aug-
um þeirra er fjarrænn blíðu-
svipur, á vöngum þeirra litblær
góðrar samvizku og á enni
þeirra rúnir íhygli og hygg-
inda. Þeir tala um dagleg störf
sín eins og þau séu þeim hjart-
fólgin og um mannlífið al-
mennt eins og fyrirbrigði sem
hingað til hafi verið vanmetið.
Þeir finna á sér hvað klukkan
er og fylgja möglunarlaust
vísif ingri hennar; stundum
kveðja þeir skyndilega, án
sýnilega tilefnis og í miðju
samtali. Sama viskíglasið get-
ur enzt þeim tímum saman og
þeir hafa nákvæma tölu á
sígarettunum sem þeir reykja.
Þeir geta setið við hlið hinnar
fegurstu borðdömu og rætt við
hana af tilfinningalausri vin-
semd og kvatt hana síðan eins
og þeir vissu naumast, að hún
væri til. Þeir eru að mestu
hættir að koma með kald-
hæðnislegar athugasemdir og
taka sjaldan lagið; aftur á
móti verður þeim tíðrætt um
hvað þeir ætli að gera á morg-
un — og láta ekki sitja við
orðin tóm. Þeir eru hamingju-
samir og hafa orðið betri
menn, vissulega ekki fyrir áhrif
strangrar tamningar, heldurfyr-
ir áhrif einhvers sjálfvakins
ferlis sem gerzt hefur innra