Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 39

Úrval - 01.02.1955, Qupperneq 39
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU EIGINMANNSINS 37 aldrei stöðu sinnar vegna orð- ið hlutlaust vitni í sambandi við fræðilegar hugleiðingar um hinar jákvæðu hliðar hjóna- bandsins, getur hann stundum með framferði sínu einu sam- an verið einkar sannfærandi röksemd, holdtekin melódía úr sinfóníu hjónabandsins, áhrifa- mikil auglýsing um ágæti þeirr- ar stofnunar sem hann hefur hafnað í. Ég þekki persónulega allmarga slíka eiginmenn: vini og kunningja af ýmsu tagi, sem eftir misjafnlega mikil heila- brot hafa kvatt skuggaborgir sveinlífisins og flutt í sinn un- aðsdalinn hver. Ég hitti þá stundum og fæ tækifæri til að rabba við þá, og breytingin sem hefur orðið á þeim er mér sífellt tilefni undrunar, aðdá- unar og öfundar. Því að hef ég ekki þekkt þá áður, í náttúrlegu ástandi sínu, og voru þeir þá ekki eins og við hinir: latir, kærulausir, gefnir fyrir stælur, svarnir óvinir stundvísi og hverskonar stefnumála, festulausir og öfgafullir menn, nátthrafnar, fullir fyrirlitningar á heimin- um og sjálfum sér til klukkan sex á kvöldin, þorstlátnir menn, fjöllyndir menn og kærulausir í fjármálum; í stuttu máli himinhrópandi viðvörun í fé- lagslegum og siðferðilegum efnum, tregir til hverskonar þjóðþrifastarfsemi, en þeim mun fúsari til að falla fyrir hverri þeirri freistingu sem á vegi þeirra varð, án þess nokk- urt sálarstríð væri á undan gengið. Þannig hef ég þekkt þá; og hvernig eru þeir núna? 1 aug- um þeirra er fjarrænn blíðu- svipur, á vöngum þeirra litblær góðrar samvizku og á enni þeirra rúnir íhygli og hygg- inda. Þeir tala um dagleg störf sín eins og þau séu þeim hjart- fólgin og um mannlífið al- mennt eins og fyrirbrigði sem hingað til hafi verið vanmetið. Þeir finna á sér hvað klukkan er og fylgja möglunarlaust vísif ingri hennar; stundum kveðja þeir skyndilega, án sýnilega tilefnis og í miðju samtali. Sama viskíglasið get- ur enzt þeim tímum saman og þeir hafa nákvæma tölu á sígarettunum sem þeir reykja. Þeir geta setið við hlið hinnar fegurstu borðdömu og rætt við hana af tilfinningalausri vin- semd og kvatt hana síðan eins og þeir vissu naumast, að hún væri til. Þeir eru að mestu hættir að koma með kald- hæðnislegar athugasemdir og taka sjaldan lagið; aftur á móti verður þeim tíðrætt um hvað þeir ætli að gera á morg- un — og láta ekki sitja við orðin tóm. Þeir eru hamingju- samir og hafa orðið betri menn, vissulega ekki fyrir áhrif strangrar tamningar, heldurfyr- ir áhrif einhvers sjálfvakins ferlis sem gerzt hefur innra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.