Úrval - 01.02.1955, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
Rhodes fyrsti stýrimaður hafði
í fjarveru skipstjórans skipað
að setja þá á flot.
Harris skipstjóri tók nú við
stjórninni. Með aðstoð stýri-
manna sinna tókst honum að
koma stærri bátnum á flot. En
hvorki honum né mönnum hans
tókst að hindra, að farþegarnir
ryddust um borð um leið og bát-
urinn var látinn síga. Að boði
skipstjóra fór Rhodes í bátinn.
Parker, annar stýrimaður, sá
um sjósetningu jullunnar, sem
hékk yfir skutnum. Skipstjórinn
skipaði síðan Parker að binda
julluna aftan í björgunargát-
inn, svo að hægt væri að forða
báðum frá áður en skipið sykki.
En 31 farþeganna hafði ekki
komizt í bátinn. Þeir þyrptust
kringum Harris skipstjóra,
gripu dauðahaldi í hann og grát-
bændu hann um að bjarga sér.
Parker kallaði úr jullunni til
skipstjórans og bað hann í guðs
bænum að stökkva um borð
strax, því að skipið gæti sokk-
ið á hverri mínútu, og hann
gerði engum gagn með því að
tefja lengur. Allt í einu tók
Harris viðbragð, ruddi frá sér
farþegunum, hljóp aftur á skut
og renndi sér niður davíðukað-
alinn ofan í julluna. Parker kast
aði lausu og bátarnir tveir, sem
bundnir voru saman, þokuðust
hægt frá skipinu. Skipverjar
tóku til áranna til að komast
sem lengst frá. Neyðaróp fólks-
ins um borð, bölbænir þess og
áköll um björgun bárust til bát-
anna. Skyndilega lyftist skutur
skonnortunnar og svo seig hún
með þungum dyn í djúpið með
allt kvikt innanborðs.
I björgunarbátnum voru nærri
fjörutíu manns, klæðlítið og
skjálfandi. I fimm klukku-
tíma, eða fram í dögun, rak
bátana stjórnlaust fyrir sjó og
vindi. Með sólarupprás létti þok-
unni og þá kallaði Harris til
Rhodes að hann ætlaði að skera
á taugina milli bátanna og
freista þess að komst á jullunni
til Nýfundnalands, og ráðlagði
honum að reyna það líka. Stýri-
maður svaraði ekki þessum til-
mælum, en sagði: „Skipstióri,
báturinn okkar er allt of hlað-
inn. Geturðu ekki tekið ein-
hverja í julluna?“
,,Nei,“ svaraði Harris. ,,Það
mundi sökkva henni.“
Stýrimaðurinn þrábað. ,,Við
höfum engin segl, báturinn er
lekur og svo hlaðinn, að hann
lætur ekki að stjórn. Ég er
hræddur um að eitthvað verði
að gera. Þú skilur?“
,,Já,“ svaraði skipstjórinn.
„Nú?“
Það varð löng þögn. Svo kall-
aði skipstjórinn: „Én aðeins í
ýtrustu neyð, Rhodes!“
„Já, skipstjóri,“ svaraði stýri-
maður.
Skipstjórinn skar á taugina
og bátarnir fjarlægðust hvor
annan — tvær litlar skeljar á
öldum Atlantshafsins 250 mílur
frá næsta landi.
Líðan farþeganna í björgun-