Úrval - 01.02.1955, Síða 78

Úrval - 01.02.1955, Síða 78
76 ÚRVAL Rhodes fyrsti stýrimaður hafði í fjarveru skipstjórans skipað að setja þá á flot. Harris skipstjóri tók nú við stjórninni. Með aðstoð stýri- manna sinna tókst honum að koma stærri bátnum á flot. En hvorki honum né mönnum hans tókst að hindra, að farþegarnir ryddust um borð um leið og bát- urinn var látinn síga. Að boði skipstjóra fór Rhodes í bátinn. Parker, annar stýrimaður, sá um sjósetningu jullunnar, sem hékk yfir skutnum. Skipstjórinn skipaði síðan Parker að binda julluna aftan í björgunargát- inn, svo að hægt væri að forða báðum frá áður en skipið sykki. En 31 farþeganna hafði ekki komizt í bátinn. Þeir þyrptust kringum Harris skipstjóra, gripu dauðahaldi í hann og grát- bændu hann um að bjarga sér. Parker kallaði úr jullunni til skipstjórans og bað hann í guðs bænum að stökkva um borð strax, því að skipið gæti sokk- ið á hverri mínútu, og hann gerði engum gagn með því að tefja lengur. Allt í einu tók Harris viðbragð, ruddi frá sér farþegunum, hljóp aftur á skut og renndi sér niður davíðukað- alinn ofan í julluna. Parker kast aði lausu og bátarnir tveir, sem bundnir voru saman, þokuðust hægt frá skipinu. Skipverjar tóku til áranna til að komast sem lengst frá. Neyðaróp fólks- ins um borð, bölbænir þess og áköll um björgun bárust til bát- anna. Skyndilega lyftist skutur skonnortunnar og svo seig hún með þungum dyn í djúpið með allt kvikt innanborðs. I björgunarbátnum voru nærri fjörutíu manns, klæðlítið og skjálfandi. I fimm klukku- tíma, eða fram í dögun, rak bátana stjórnlaust fyrir sjó og vindi. Með sólarupprás létti þok- unni og þá kallaði Harris til Rhodes að hann ætlaði að skera á taugina milli bátanna og freista þess að komst á jullunni til Nýfundnalands, og ráðlagði honum að reyna það líka. Stýri- maður svaraði ekki þessum til- mælum, en sagði: „Skipstióri, báturinn okkar er allt of hlað- inn. Geturðu ekki tekið ein- hverja í julluna?“ ,,Nei,“ svaraði Harris. ,,Það mundi sökkva henni.“ Stýrimaðurinn þrábað. ,,Við höfum engin segl, báturinn er lekur og svo hlaðinn, að hann lætur ekki að stjórn. Ég er hræddur um að eitthvað verði að gera. Þú skilur?“ ,,Já,“ svaraði skipstjórinn. „Nú?“ Það varð löng þögn. Svo kall- aði skipstjórinn: „Én aðeins í ýtrustu neyð, Rhodes!“ „Já, skipstjóri,“ svaraði stýri- maður. Skipstjórinn skar á taugina og bátarnir fjarlægðust hvor annan — tvær litlar skeljar á öldum Atlantshafsins 250 mílur frá næsta landi. Líðan farþeganna í björgun-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.