Úrval - 01.02.1955, Side 49

Úrval - 01.02.1955, Side 49
ENGILLINN 1 DIEN BIEN FU 47 nngur liðþjálfi úr fallhlífarlið- inu. Bak hans er eitt opið sár. Af hverju fékk hann ekki að deyja strax? Óafvitandi skaut upp í huga mér endurminningu, atriði úr kvikmynd sem ég sá þegar ég var um tvítugt. Við hlið mér sat prestur og grét. í>að var kvikmyndin Tíöinda- laust á vesturvígstöðvunum. Sviðið er lítil sveitakirkja, þétt setin sðerðum, kveinandi her- mönnum — alveg eins og hér. Prestur stóð fyrir altari og var að messa á sunnudagsmorgni. Bak við súlu stóð hermaður og í andlit hans var sem meitluð öll sú þjáning, sem ríkti um- hverfis hann. Gegnum allt þetta streymdu tónar Ave Maria eftir Schubert og hermaðurinn ein- blíndi á Kristsmyndina yfir alt- arinu. Ég man hann sagði: „Góði guð, láttu koma daga hungurs og þorsta, láttu slys og hættur steðja að mér, en hlífðu mér — ég bið þig, góði guð, hlífðu mér við þjáningum! Góði guð, þyrmdu lífi mínu . . .“ Óttinn virtist hafa náð tökum á þessum unga fallhlífarher- manni. Við höfðum gert að sár- um hans, en guð einn gat sagt hvort hann hefði það af. Hann var við fulla meðvitund. Og í hvert skipti sem ég gekk fram hjá honum, hóf hann upp spurn- ingar sínar og bænir: — Segið það við mig, majór, ég get ekki dáið . . . Skelfingin ríkti í star- andi augum hans, svitinn spratt fram á enni hans. Fyrir utan geisaði hin djöf- ullega orusta áfram. Ég staul- aðist hálfmeðvitundarlaus móti grárri skímunni, sem greina mátti óljóst við endann á gang- inum fyrir utan neðanjarðar- virkið. Þar lét ég fallast upp að vegg og horfði á skýin, sem sigldu hátíðlega yfir himinhvolf- ið. En skyldan kallaði til síðustu vitjunar þessa dags — dags, sem varað hafði þrjá sólar- hringa. Ég staðnæmdist í dyrunum. Þarna lá ungi liðþjálfinn úr fall- hlífarliðinu. Augnaráð hans var stirðnað og annarlegur friður hvíldi yfir andliti hans. Ég varð að endurtaka spurningu mína: Af hverju fékk hann ekki að deyja strax? EG HEYRÐI hljóðan grát og gekk inn fyrir. Fyrir aftan mig heyrði ég veika rödd sem hvíslaði: Ó, ég þrái svo heitt að sofna og vakna aldrei aftur. Þegar ég sneri mér við, sá ég Geneviéve standa upp við vegg- inn. I augum hennar glitruðu tár. — Hann var frá Normandie, næstum hvíslaði hún. Hann sagði mér alla ævisögu sína, um föður sinn, óbreyttan bónda, um systkini sín og móður sína — litla konu, lotna í herðum. Hann róaðist þegar hann talaði um hana. Það var eins og öll angist hyrfi. Hann talaði við mig eins og ég væri móðir hans, greip skjálfandi í hönd mína
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.