Úrval - 01.02.1955, Side 96

Úrval - 01.02.1955, Side 96
VETURSETA Á SVALBARÐA. EGAR ég ákvað að dveljast vetrarlangt hjá eiginmanni mínum á norðurslóðum, töldu allir það hina mestu fásinnu. Fólk sagði, að ég mundi frjósa í hel, fá skyrbjúg og lifa mesta eymdarlífi. Og þeir tímar komu, þegar mér þótti sem þetta fólk hefði haft rétt fyrir sér. Maðurinn minn hafði alltaf þráð að búa í kofa norður við íshaf, þótt við værum bæði bor- in og barnfædd í Mið-Evrópu. Loks varð honum að ósk sinni. Hann tók þátt í vísindaleiðangri, varð eftir þegar leiðangurs- mennirnir héldu heim, og lifði á veiðum. Hann skrifaði mér: „Yfirgefðu allt og komdu hing- að norður til mín“. Ég hafði gert mér í hugar- lund, að heimskautslöndin væru ekkert annað en gaddfreðin, ó- hugnanleg auðn. En þegar ég las dagbækur mannsins míns, komst ég smám saman á aðra skoðun. Þar var sagt frá dýra- lífinu og töfrum auðnarinnar, hinni kynlegu birtu yfir landinu og einkennilegri uppljómun hug- ans í kyrrð heimskautsvetrar- ins. Það var varla minnzt á kulda, storma eða aðra erfið- leika. Mér fór að geðjast betur að litla kofanum á Svalbarða, sem hann var að lýsa fyrir mér. Ég var húsmóðir og þurfti því ekki að fara í neina hættulega leið- angra. Ég gæti setið við ofn- inn í kofanum, prjónað sokka, málað, lesið og sofið eins og mig lysti. Ég gæti setið í hlýju og öruggu skjóli og virt fyrir mér fegurð heimskautsnætur- innar. Ég afréð að fara. * Það var á heiðum júlídegi, að ég fór í skíðaföt og trausta gönguskó, kvaddi fjölskyldu mína og steig um borð í skip, sem átti að sigla norður fyrir Noreg. Við sigldum framhjá hin um fögru fjörðum Noregs, og landslagið varð hrjóstrugra og eyðilegra, eftir því sem norðar dró. Hvassir og naktir fjalla- tindar risu upp úr hafinu. Manni datt í hug, að þannig hefði ver- ið umhorfs á jörðinni, þegar Syndaflóðið stóð sem hæst. Innan skamms vorum við komin norður undir Bjarnareyj- ar — og það kólnaði óðum í lofti. Við sigldum framhjá suð- urodda Svalbarða, þessari stóru, eyðilegu eyju í íshafinu. í austurátt, undir lágum skýja- bakka, sást bláleitur f jallgarður með hvítum skriðjökulstungum. „Þarna er Longyear City, norska kolanáman,“ sagði ein- hver. „Það er yzta útvirki menn- ingarinnar.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.