Úrval - 01.02.1955, Síða 20
18
ÚRVAL
smíða tækið og var aðstoðar-
læknir Crafoords við Sabbats-
berg sjúkrahúsið, Yiking Björck,
hafður með í ráðum.
Björck komst að því með til-
raunum á dýrum, að hann gat
stöðvað hina eðlilegu blóðrás
um stimd, án þess dýrin dæju,
með því að sjá heila þeirra fyrir
súrefnismettuðu blóði. Smíðað
var tæki og byrjað á tilraunum
með skurðaðgerðum á hjarta án
þess að hjarta eða lungu störf-
uðu.
Árið 1949 dó Andersson og
tilraununum var hætt í bili. En
árið eftir tók annar verkfræð-
ingur AGA, Per Anton Ástrads-
son, upp þráðinn að nýju. 1
stað Björcks kom annar aðstoð-
armaður Crafoords, Áke Senn-
ing. Var nú tekið til við verk-
efnið af tvífeldum áhuga. Árið
1951 gátu þeir félagar flutt
skýrslu um árangurinn af til-
raunum sínum á alþjóðaþingi
skurðlækna í París. Þeir skýrðu
frá því að þeim hefði tekizt
að halda lífi í tveim hundum
með tæki sínu meðan á hjarta-
aðgerð stóð — eftir að allt blóð
hafði verið dælt úr hjörtum
þeirra!
Vandinn var nú sá að finna
aðferð til að stöðva hjartað
eins langan tíma og þurfti til
að gera skurðaðgerð á því, án
þess að valda tjóni á lijarta-
vöðvanum. Bílhreyfillinn gaf
þeim hugmyndina. Á sama hátt
og bílhreyfill getur gengið þótt
bíllinn standi kyrr, væri kannski
hægt að fá hjartað til að stanza,
en halda á meðan lífi í hjarta-
taugunum á þann hátt að senda
1 gegnum þær smáraflost. Til-
raunir voru gerðar á hundum,
köttum, músum, kanínum og
marsvínum í tilraunarstofum
Sabbatsberg sjúkrahússins, og
það tókst að halda lífi í dýr-
unum í fimm-sex klukkutíma
án þess að hjörtu þeirra störf-
uðu. Með því að gefa þeim
sterkara raflost tókst að koma
hjartanu af stað aftur. Hjarta-
vöðvarnir voru óskemmdir og
varð ekki annað fundið en þeir
störfuðu eðlilega þrátt fyrir
nákvæmar rannsóknir, sem
gerðar voru á eftir.
Senning læknir og Ástrads-
son verkfræðingur unnu þúsund-
ir klukkustunda að þessum til-
raunum. Það kostaði 350 þúsund
krónur að smíða tilraunatækið.
Sigrast þurfti á mörgum tækni-
legum vandamálum. Gler var
t.d. alltof hart til þess að nota
mætti það í tækið; það skadd-
aði blóðkornin. Auk þess varð
að koma í veg fyrir að loftból-
ur mynduðust í tækinu. Ein lítil
loftbóla gat grandað sjúklingn-
um ef hún kæmist til heilans.
Og blóðmagnið, sem kom frá
sjúklingnum — það gat verið
breytilegt við eina og sömu að-
gerð — varð að vera nákvæm-
lega jafnmikið og það, sem dælt
var inn í líkamann aftur úr tæk-
inu. Ástradsson leysti öll þessi
vandamál og að hans áliti er
gangöryggi tækisins óbrigðult.