Bókatíðindi - 01.12.2000, Blaðsíða 22
Þýddar barna-og unglingabækur
DÝRIN
á bænum
hans Donalds
gamla
DÝRIN Á BÆNUM
HANS DONALDS
GAMLA
í endursögn Shena
Morey
Þýðing: Stefán
Júlíusson
Donald gamli býr í sveit
og á bænum bans var
sannarlega líf og fjör. Þar
galaði haninn, gæsirnar
rumdu og lömbin jörm-
uðu. Hestar hneggjuðu,
hundar geltu og kisur
mjálmuðu. Og Donald
fer á bílskrjóðnum sín-
um í kaupstaðinn að
hitta vini og kunningja
og kaupa ýmislegt til
heimilisins. Það er líf og
fjör í sögunni og margar
fallegar litmyndir prýða
frásögnina. Sagan er ein-
falt ævintýri sem börn
skilja og kunna að meta.
32 blaðsíður.
Setberg
ISBN 9979-52-256-9
Leiðb.verð: 750 kr.
Kerlingakot
Selvogsbraut 41
815 Þorlikshöfn
S. 483 3300
Þýðing: Vilborg
Dagbjartsdóttir
Lesari: Bessi Bjarnason
Tvær snældur með bráð-
skemmtilegu efni um
prakkarann Emil í Katt-
holti. Vönduð þýðing.
Skemmtilegur flutningur.
Hörpuútgáfan
ISBN 9979-50-130-8
Leiðb.verð: 1.795 kr.
EKKI ALVEG STRAX
BANGSI ER TÝNDUR
ÉG ER EKKI ÞREYTTUR
Islenskur texti: Stefán
Júlíusson
Flokkur þriggja bóka
sem hlotið hafa miklar
vinsældir í Evrópu og
verið prentaðar á 20
tungumálum. Einstak-
lega geðþekkar myndir
og texti. Nú er kominn
háttatími, fara í náttföt-
in, upp í rúm og sofna.
En EKKI ALVEG STRAX
því að ÉG ER EKKI
ÞREYTTUR og það sem
verst er: BANGSI ER
TÝNDUR. Stefán Júlíus-
son rithöfundur hefur
fært textann í liprar og
auðveldar vísur.
Setberg
ISBN 9979-52-252-6
/-251-8/-253-4
Leiðb.verð: 550 kr. hver.
EMIL I KATTHOLTI
Hljóðbók
Astrid Lindgren
ENGILBJÖRT
OG ILLHUGA
Lynne Reid Banks
Þýðing: Kristín R.
Thorlacius
Enginn er alfullkominn
- eða svo hefur okkur
verið kennt. En þið eigið
eftir að kynnast Engil-
björtu sem er fædd galla-
laus. Enginn er alvond-
ur. Sá sem trúir því hefur
ekki komist í kynni við
Illhugu, versta barn í
heimi. Gæskan og illsk-
an sem hefur átt að
blandast í þeim báðum
urðu viðskila, og annar
tvíburinn fókk allt hið
góða en hinn allt hið illa.
Vesalings foreldrarnir,
ættingjarnir og kennar-
arnir vita ekki sitt rjúk-
andi ráð, enginn skilur
Engilbjörtu og enginn
fær tjónkað við Illhugu.
Sagan er bráðfyndin og
skemmtileg, þótt skopið
sé stundum svolítið ill-
kvittnislegt.
Höfundurinn, Lynne
Reid Banks, hefur unnið
til fjölda verðlauna og
bækur hennar selst í
milljóna upplögum, m.a.
Indjáninn í skápnum og
framhald þeirrar sögu:
Indjáninn snýr aftur,
Leyndarmál indjánans
o.fl. í þessari bók um tví-
burasystumar furðulegu
nýtur sín vel skopskyn
hennar, frásagnarlist og
frjótt ímyndunarafl.
160 blaðsíður.
Muninn bókaútgáfa
ISBN 9979-869-54-2
Leiðb.verð: 1.990 kr.
BOB HARTMAN
[■thrltirqlv
hgbrástár
ENGLAR HÉR
OG ÞAR - ENGLAR
ALLSSTAÐAR
Bob Hartman
Þýðing: Hreinn
Hákonarson
Hefur þú einhverntíma
leitt hugann að því hvern-
ig englar líta út? Em allir
englar eins? Hvað ef Guð
hefði skapað jafn fjöl-
skrúðugan hóp engla eins
og fiskar sjávarins eru og
fuglar loftsins? Og hvað
ef hver engill er einstak-
ur og engum líkur frem-
ur en þú?
96 blaðsíður.
Skálholtsútgáfan - útgáfu-
fálag þjóðkirkjunnar
ISBN 9979-765-04-6
Leiðb.verð: 1.980 kr.
20