Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 120
Fræði og bækur almenns efnis
Andri Snær Magnason
Maður undir hímni
og almennri bókmennta-
fræði við Háskóla ís-
lands. Bókin er unnin
upp úr BA-ritgerð Andra
Snæs Magnasonar ljóð-
skálds og fjallar um trú
og guðsmynd í ljóðum
Isaks Harðarsonar sem er
meðal fremstu ljóð-
skálda þjóðarinnar.
102 blaðsíður.
Háskólaútgáfan/Bók-
menntafræðistofiiun HI
ISBN 9979-54-368-X
Leiðb.verð: 1.800 kr.
Mannslíf í húfi
Saga Slysavarnafélags íslands
MANNSLÍF í HÚFI
Saga Slysavarna-
félags íslands
Einar S. Arnalds
Hár er í máli og myndum
sögð saga Slysavarnafé-
lags íslands sem var
stofnað af brýnni þörf.
Drukknanir hjuggu þá
svo stór skörð í raðir ís-
lenskra sjómanna að
ekki varð við unað. Fé-
lagið varð á skömmum
tíma ein öflugasta félags-
hreyfing landsins. Slysa-
varnafélagið lagði fram
fé til kaupa og reksturs
björgunarskipa og síðar
björgunarbáta, styrkti
sjúkraflug, barðist fyrir
því að fá björgunarþyrlu
til landsins og neyðar-
skýli voru reist við
ströndina og á afskekkt-
um fjallvegum. Síðustu
árin hafði félagið 90 vel
búnum og þjálfuðum
björgunarsveitum á að
skipa sem tilbúnar voru í
útköll, jafnt á nóttu sem
á degi. Haustið 1999
sameinuðust Slysavarna-
félag íslands og Lands-
björg, landssamband
björgunarsveita og Slysa-
varnafélagið Landsbjörg
varð til. Þar með höfðu
allir sem störfuðu á þess-
um vettvangi snúið bök-
um saman til að vinna að
sameiginlegum markmið-
um.
500 blaðsíður.
Mál og mynd
ISBN 9979-9438-7-4
Leiðb.verð: 5.900 kr.
matarsögur
MATARSÖGUR
Uppskriftir og önnur
leyndarmál úr
eldhúsum íslenskra
kjarnakvenna
Sigrún Sigurðardóttir
og Guðrún Pálsdóttir
skráðu
Ljósm.: Einar Falur
Ingólfsson og Golli
I þessari bók er spjallað
við á annan tug íslenskra
atorkukvenna um mat og
matargerð og sagt frá
ýmsum óvæntum uppá-
komum þar að lútandi.
Hér er að finna fjölda
uppskrifta að einföldum
sælkeraréttum sem eru í
sérstöku uppáhaldi hjá
viðmælendum og kon-
urnar uppljóstra skemmti-
legum og kitlandi leynd-
armálum úr eldhúsinu.
176 blaðsíður.
Salka
ISBN 9979-766-45-X
Leiðb.verð: 4.980 kr.
NÝJUSTU FRÉTTIR!
Saga fjölmiðlunar á
íslandi frá upphafi til
vorra daga
Guðjón Friðriksson
I þessu veglega og viða-
mikla verki er ítarlega
rakin saga blaðamennsku
og fréttamennsku á ís-
landi allt frá útgáfu fyrsta
íslenska tímaritsins, Is-
landske Maanedstidend-
er, árið 1773 fram til síð-
ustu hræringa og tækni-
byltinga í samfélagi nú-
tímafjölmiðlunar. Hér er
sagt frá frumherjum í ís-
lenskri blaðaútgáfu og
mikið birt af myndum og
klausum úr gömlum
blöðum, sem sýna stíl og
andblæ liðins tíma. Sagt
er frá flokksblöðum, hér-
aðsfréttablöðum, gaman-
blöðum og afþreyingar-
blöðum, æsifréttablöð-
um og glanstímaritum,
útvarpi og sjónvarpi, og
frá ýmsum áberandi og
áhrifamiklum einstak-
lingum úr hópi fjölmiðla-
manna. í bókinni eru hátt
í eitt þúsund myndir sem
margar eru einstök heim-
ild um íslenska blaða-
manna- og fjölmiðlasögu.
Bókinni fylgir mjög ítar-
leg heimildaskrá, enda
hefur höfundur mjög
víða leitað fanga við efn-
isöflun og skilað verki
sem ekki er aðeins saga
íslenskrar fjölmiðlunar,
heldur spegilmynd af ís-
lensku þjóðlífi og sögu.
341 blaðsíða.
Iðunn
ISBN 9979-1-0364-7
Leiðb.verð: 12.980 kr.
ORÐ AF ELDi
Erna Sverrisdóttir
tók saman
Bréfasamband Ólafar Sig-
urðardóttur á Hlöðum og
Þorsteins Erlingssonar á
árunum 1883-1914. Sýn-
isbók íslenskrar alþýðu-
menningar IV.
118