Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 142
ÆMsögur og endurminningar
var stofnað og var samof-
ið þeim anda frelsis sem
ríkti með þjóðinni. Dag-
ur við ský er um fólkið
sem var á valdi þessa
ævintýris og tók þátt í að
skapa það.
Viðmælendur Jónínu
Michaelsdóttur eru Berg-
ur Gíslason, Páll Þor-
steinsson, Hjálmar Finns-
son, Kristinn Olsen, Grét-
ar Kristjánsson, Erla
Agústsdóttir, Guðrún Pét-
ursdóttir, Ingólfur Guð-
mundsson, Davíð Vil-
helmsson og Sigurður
Stefánsson. Þetta er breið-
ur hópur, almennir starfs-
menn og yfirmenn, for-
stjórar, flugmenn, flug-
freyjur. Þarna talar fólkið
bak við flugið, segir frá
lífi sínu og skoðunum,
starfi og samstarfsfólki.
Um 300 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-13-X
Leiðb.verð: 3.980 kr.
caroline knapp
D R Y K K J
> í a r
DRYKKJA -
ÁSTARSAGA
Caroline Knapp
Þýðing: Ragnheiður
Margrét Guðmundsdóttir
Enginn trúði því að hún
ætti við áfengisvanda að
stríða. Hún stóð sig vel í
vinnunni, var í ágætum
efnum og hafði góð próf
úr virtum háskóla. En
staðreyndin var sú að
hvert kvöld drakk hún
sig út úr, var smám sam-
an að missa alla stjórn á
lífi sínu og á hraðri leið
inn í svartnætti sjálfs-
eyðingarinnar. Hér er
alkóhólisma og vímu-
efnaneyslu lýst frá sjón-
arhóli konu á einstaklega
næman og átakanlegan
hátt. Sönn saga um konu
sem náði að horfast í
augu við vandamál sín
og rísa upp að nýju.
288 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-387-0
Leiðb.verð: 3.890 kr.
EINAR
BENEDIKTSSON III
Guðjón Friðriksson
Enginn íslenskur at-
hafnamaður átti sér
stærri drauma í upphafi
aldar en Einar Bene-
diktsson, ekkert skáld
hugsaði hærra, enginn
persónuleiki var stór-
brotnari og margslungn-
ari og ef til vill var eng-
inn Islendingur mistæk-
ari í verkum sínum. Slík-
ir menn hverfa ekki þegj-
andi og hljóðalaust af
sjónarsviðinu og kannski
var Einar aldrei stærri í
sniðum en eftir að halla
fór undan fæti í lífi hans
- skuldum vafinn heims-
borgari og svallari sem
lauk að lokum ævinni á
afskekktum sveitabæ.
Guðjón Friðriksson sagn-
fræðingur lýkur hér
hinni miklu ævisögu
þjóðskáldsins, hugsjóna-
mannsins og snillingsins
dáða og umdeilda, Ein-
ars Benediktssonar, sem
um leið er saga íslensks
þjóðfélags á umbrotatím-
um í árdaga nýrrar aldar.
Með umfangsmikilli
heimildavinnu og heil-
steyptri úrvinnslu dreg-
ur hann hér upp áhrifa-
mikla mynd af ógleym-
anlegum einstaklingi sem
átti sér stærri og viðburða-
ríkari sögu en nokkur
samtíðarmaður hans.
448 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0368-X
Leiðb.verð: 4.980 kr.
EINN Á ÍSNUM
Gangan á norðurpólinn
Haraldur Örn Ólafsson
í byrjun mars héldu Ing-
þór Bjarnason og Harald-
ur Orn Ólafsson til
Kanada og stefndu á
norðurpólinn. Eftir hálf-
an mánuð á ísnum varð
Ingþór að hætta ferðinni
vegna alvarlegra kalsára
en Haraldur gekk áfram
uns hann komst á leiðar-
enda eftir tveggja mán-
aða göngu. Baráttan við
fimbulkulda á mörkum
þess sem maðurinn þol-
ir, glíman við hafísinn
sem gliðnar og opnast
þegar minnst varir svo
kolsvart Norður-íshafið
blasir við, óttinn við
kalsár og óvæntar heim-
sóknir ísbjarna - öllu
þessu lýsir Haraldur í
látlausri en hörkuspenn-
andi frásögn sem fangar
lesandann. Bókina prýða
um 200 ljósmyndir.
150 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2125-3
Leiðb.verð: 4.290 kr.
ELLEFU í EFRA
Minningar úr
Þjóðleikhúsi
Sveinn Einarsson
Auk þess að geyma minn-
ingar, vangaveltur og ým-
iss konar úttekt á því sem
gerðist í Þjóðleikhúsinu á
árunum 1972-83, er þessi
bók ómetanleg samtíma-
heimild. Leiklistarlífið er
skoðað á gagnrýninn hátt
og metið í samanburði við
það sem hefur verið að
gerast í nágrannalöndun-
um. Fjallað er um fólkið
sem starfaði við Þjóðleik-
húsið á þessum árum, rak-
in saga og tilurð margra
leikverka, auk annarra at-
vika sem ofarlega urðu a
baugi í þjóðfélaginu. For-
vitnileg úttekt á mikilvæg-
um kafla í leiklistarsögu
140