Bókatíðindi - 01.12.2000, Side 142

Bókatíðindi - 01.12.2000, Side 142
ÆMsögur og endurminningar var stofnað og var samof- ið þeim anda frelsis sem ríkti með þjóðinni. Dag- ur við ský er um fólkið sem var á valdi þessa ævintýris og tók þátt í að skapa það. Viðmælendur Jónínu Michaelsdóttur eru Berg- ur Gíslason, Páll Þor- steinsson, Hjálmar Finns- son, Kristinn Olsen, Grét- ar Kristjánsson, Erla Agústsdóttir, Guðrún Pét- ursdóttir, Ingólfur Guð- mundsson, Davíð Vil- helmsson og Sigurður Stefánsson. Þetta er breið- ur hópur, almennir starfs- menn og yfirmenn, for- stjórar, flugmenn, flug- freyjur. Þarna talar fólkið bak við flugið, segir frá lífi sínu og skoðunum, starfi og samstarfsfólki. Um 300 blaðsíður. JPV FORLAG ISBN 9979-761-13-X Leiðb.verð: 3.980 kr. caroline knapp D R Y K K J > í a r DRYKKJA - ÁSTARSAGA Caroline Knapp Þýðing: Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir Enginn trúði því að hún ætti við áfengisvanda að stríða. Hún stóð sig vel í vinnunni, var í ágætum efnum og hafði góð próf úr virtum háskóla. En staðreyndin var sú að hvert kvöld drakk hún sig út úr, var smám sam- an að missa alla stjórn á lífi sínu og á hraðri leið inn í svartnætti sjálfs- eyðingarinnar. Hér er alkóhólisma og vímu- efnaneyslu lýst frá sjón- arhóli konu á einstaklega næman og átakanlegan hátt. Sönn saga um konu sem náði að horfast í augu við vandamál sín og rísa upp að nýju. 288 blaðsíður. Forlagið ISBN 9979-53-387-0 Leiðb.verð: 3.890 kr. EINAR BENEDIKTSSON III Guðjón Friðriksson Enginn íslenskur at- hafnamaður átti sér stærri drauma í upphafi aldar en Einar Bene- diktsson, ekkert skáld hugsaði hærra, enginn persónuleiki var stór- brotnari og margslungn- ari og ef til vill var eng- inn Islendingur mistæk- ari í verkum sínum. Slík- ir menn hverfa ekki þegj- andi og hljóðalaust af sjónarsviðinu og kannski var Einar aldrei stærri í sniðum en eftir að halla fór undan fæti í lífi hans - skuldum vafinn heims- borgari og svallari sem lauk að lokum ævinni á afskekktum sveitabæ. Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur lýkur hér hinni miklu ævisögu þjóðskáldsins, hugsjóna- mannsins og snillingsins dáða og umdeilda, Ein- ars Benediktssonar, sem um leið er saga íslensks þjóðfélags á umbrotatím- um í árdaga nýrrar aldar. Með umfangsmikilli heimildavinnu og heil- steyptri úrvinnslu dreg- ur hann hér upp áhrifa- mikla mynd af ógleym- anlegum einstaklingi sem átti sér stærri og viðburða- ríkari sögu en nokkur samtíðarmaður hans. 448 blaðsíður. Iðunn ISBN 9979-1-0368-X Leiðb.verð: 4.980 kr. EINN Á ÍSNUM Gangan á norðurpólinn Haraldur Örn Ólafsson í byrjun mars héldu Ing- þór Bjarnason og Harald- ur Orn Ólafsson til Kanada og stefndu á norðurpólinn. Eftir hálf- an mánuð á ísnum varð Ingþór að hætta ferðinni vegna alvarlegra kalsára en Haraldur gekk áfram uns hann komst á leiðar- enda eftir tveggja mán- aða göngu. Baráttan við fimbulkulda á mörkum þess sem maðurinn þol- ir, glíman við hafísinn sem gliðnar og opnast þegar minnst varir svo kolsvart Norður-íshafið blasir við, óttinn við kalsár og óvæntar heim- sóknir ísbjarna - öllu þessu lýsir Haraldur í látlausri en hörkuspenn- andi frásögn sem fangar lesandann. Bókina prýða um 200 ljósmyndir. 150 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-2125-3 Leiðb.verð: 4.290 kr. ELLEFU í EFRA Minningar úr Þjóðleikhúsi Sveinn Einarsson Auk þess að geyma minn- ingar, vangaveltur og ým- iss konar úttekt á því sem gerðist í Þjóðleikhúsinu á árunum 1972-83, er þessi bók ómetanleg samtíma- heimild. Leiklistarlífið er skoðað á gagnrýninn hátt og metið í samanburði við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndun- um. Fjallað er um fólkið sem starfaði við Þjóðleik- húsið á þessum árum, rak- in saga og tilurð margra leikverka, auk annarra at- vika sem ofarlega urðu a baugi í þjóðfélaginu. For- vitnileg úttekt á mikilvæg- um kafla í leiklistarsögu 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.