Bókatíðindi - 01.12.2000, Side 136
Héraðslýsingar, saga og ættfræði
Snæfellingar
«g
Hnappdælir
II
t yja- "K
Yfiklahultshreppiir
Snæfellingar og
Hnappdælir
EYJA- OG MIKLA-
HOLTSHREPPUR
Ábúendur og saga
Eyja- og Miklaholts-
hrepps frá 1900
Ritstj.: Þorsteinn
Jónsson
Hér er gerð grein fyrir
ábúendum Eyja- og
Miklaholtshrepps og er
verkið úr ritröðinni Snæ-
fellingar og Hnappdælir.
Farið er bæ af bæ eftir
hinni fornu boðleið og
ábúendur fyrr og síðar
tilgreindir. Fjallað er ít-
arlega um ábúendur alla,
nána ættingja þeirra, lífs
og liðna. Mikil áhersla
hefur verið lögð á að
prýða bókina myndum
af fólki, bæjum og nátt-
úrufyrirbrigðum og loft-
myndir í lit sýna svæðið
frá öðru sjónarhorni en
þessu venjulega. Rakin
er saga sveitarinnar og
áhersla lögð á að safna
sögum og fróðleik sem
tengjast fólkinu og átt-
högum þess, lífi og störf-
um.
Falleg og afar fróðleg
bók sem varðveitir nýja
sögu og gamla úr byggð-
um Snæfellsness.
450 blaðsíður.
Sögusteinn
ISBN 9979-762-12-8
Leiðb.verð: 14.850 kr.
Árnesingar
GRÍMSNESHREPPUR
Ábúendur og saga
Grímsneshrepps
frá 1890
Ritstj.: Ingibjörg
Helgadóttir og
Þorsteinn Jónsson
Hér er sagt frá ábúendum
Grímsneshrepps í Arnes-
sýslu. Verkið er í tveimur
bindum og er úr ritröð-
inni Arnesingar. Farið er
bæ af bæ eftir hinni fornu
boðleið og ábúendur fyrr
og síðar tilgreindir. Fjall-
að er ítarlega um ábúend-
ur allt aftur á 19. öld,
nána ættingja þeirra, lífs
og liðna. Fjöldi ljós-
mynda er í bókinni af
fólki, bæjum og náttúru-
fyrirbrigðum, sem og loft-
myndir og kort. Rakin er
saga sveitarinnar og
áhersla lögð á hvers kyns
sögur og fróðleik sem
tengjast fólkinu og átt-
högum þess, lífi og störf-
um. Sögulegir þættir eru
að miklu leyti byggðir á
fræðistörfum Skúla Helga-
sonar.
Ritnefnd, skipuð
heimamönnum, hefur
unnið verkið í samstarfi
við Sögustein og afrakst-
urinn er veglegt og
fróðlegt rit, happafengur
hverjum þeim sem for-
vitinn er um byggðir
landsins.
Um 800 blaðsíður.
Sögusteinn
ISBN 9979-762-02 0(l.b.)
/ -03-9(2.b.)
Leiðb.verð: 24.900 kr.
Ferðafélag íslands
árbók 2000
Ferðafélag íslands
Árbók 2000
í STRANDBYGGÐUM
NORÐANLANDS OG
VESTAN
Bjarni Guðmundsson,
Haukur Jóhannesson,
Valgarður Egilsson.
Þetta er 73ja bókin í ár-
bókaritröð Ferðafélagsins
frá upphafi hennar 1928.
Að þessu sinni lýsa þrír
höfundar heimabyggðum
sínum og umhverfi þeirra.
I kringum Kaldbak á milli
Amarfjarðar og Dýrafjarð-
ar ritar Bjarni Guðmunds-
son prófessor á Hvann-
eyri. Lesið í landið í Ár-
neshreppi á Ströndum er
eftir Hauk Jóhannesson
jarðfræðing á Náttúru-
fræðistofnun. Valgarður
Egilsson læknir og rithöf-
undur skrifar um Úthafs-
byggðir Mið-Norðurlands,
beggja vegna mynnis Eyja-
fjarðar. I bókinni eru á
þriðja hundrað ljós-
mynda. Guðmundur O.
Ingvarsson teiknar fjölda
staðfræðikorta.
337 blaðsíður.
Ferðafélag íslands
ISBN 9979-9391-4-1 ób.
/-3-3 ib.
Leiðb.verð: 3.700 og
4.200 kr.
JÖKLA HLN NÝJA I
KIRKJUR UNDIR JÖKLI
ÍMÉ
KIRKJUR
UNDIR JÖKLI
Jökla hin nýja I
Ólafur Elímundarson
Hér er rakinn hluti af
sögu Breiðavíkurhrepps
og Neshrepps utan Ennis
á Snæfellsnesi. Raktar
eru heimildir um kirkjur
og þá sérstaklega vísi-
tasíur að Ingjaldshóli,
Hellnum, Knerri, Laug-
arbrekku, Einarslóni og
Saxhóli frá árinu 1200 til
134