Bókatíðindi - 01.12.2000, Side 148
Ævisögur og endurminningar
Aðalgeir Kristjánsson
Magnus organisti
Baráltusaga alþýðumanns
1905. Hann var organisti
við Akureyrarkirkju og
söngkennari við skóla í
bænum. Auk þess stofn-
aði hann lúðrasveit og
kenndi fjölmörgum að
leika á orgel. — „Lífs-
braut Magnúsar Einars-
sonar var ekki blómum
stráð. Þó er saga hans um
margt ævintýri líkust,"
segir Jón Þórarinsson í
formála.
248 blaðsíður.
Almenna útgáfan
ISBN 9979-9472-7-6
Leiðb.verð: 3.490 kr.
MYND AF KONU -
VILBORG
DAGBJARTSDÓTTIR
Kristín Marja
Baldursdóttir skráði
Vilborg Dagbjartsdóttir
er meðal virtustu skálda
þjóðarinnar og vinsæl-
ustu barnakennara. Hún
stendur nú á sjötugu og
um leið á tímamótum
þegar hún hættir
kennslu eftir áratugastarf
við Austurbæjarskóla.
Vilborg hefur ákveðnar
skoðanir og einstaka
frásagnargáfu, hér leysir
hún frá skjóðunni og
deilir ýmsum áhuga-
verðum minningabrot-
um með lesandanum -
meðal annars um upp-
vöxt sinn, skáldskapinn,
rauðsokkutímann og lit-
ríka samferðamenn.
160 blaðsíður.
Salka
ISBN 9979-766-44-1
Leiðb.verð: 4.280 kr.
ina, sem lagði svo ótal
margt ungt fólk að velli.
Sjálf var hún höggvin,
eins og kallað var og
sigraðist á berklunum.
Hún segir frá brautryðj-
andastarfi sínu sem sér-
kennari og lýsir á lifandi
hátt þeirri lífsbaráttu
sem hún þurfti að heyja
til þess að komast af og
búa í haginn fyrir kom-
andi tíma.
Sjá nánar: www.jolabok.is
Um 400 blaðsíður.
Fósturmold ehf.
ISBN 9979-60-582-0
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Rannveig I. E. Löve
Myndir
úr hugskoti
MYNDIR ÚR HUGSKOTI
Rannveig I. E. Löve.
Rannveig, sem varð 80
ára á síðasta sumri, er
elst 15 systra sem kenna
sig við Róttarholt í Soga-
mýri í Reykjavík.
I þessari bók rifjar hún
upp atvik úr ævi sinni,
bregður upp myndum af
atvinnu- og lifnaðarhátt-
um þess tíma sem hún var
að alast upp og segir frá
því hvernig hún braust til
mennta á krepputímum.
í bókinni segir hún frá
baráttu við berklaveik-
Halldor Klljan Laxness
i augum samtimamanna
NÆRMYND AF
NÓBELSSKÁLDI
Halldór Kiljan Laxness í
augum samtímamanna
Ritstj.: Jón Hjaltason
Allir Islendingar þekkja
rithöfundinn Halldór
Kiljan Laxness en hver
var maðurinn Halldór
Kiljan? Hver var hann í
augum barna sinna?
María er elst þeirra og
hér segir hún trega-
blandna sögu sína. Einar
Laxness og Sigríður eldri
dóttir Halldórs og Auðar,
skrifa sig inn í hjörtu les-
enda með einstæðum
frásögnum sínum. Fjöl-
margir aðrir leggja orð í
belg svo sem Elías Mar,
Gunnar Eyjólfsson, Ivar
Eskeland, Solveig Jóns-
dóttir, Jón Guðmundsson
á Reykjum, Árni Berg-
mann, Matthías Johann-
essen, Bragi Þorsteinsson,
Þórhallur Hermannsson á
Húsavík, Sveinn Einars-
son, Helgi Jónsson í Kaup-
mannahöfn og Jón Gunnar
Ottósson og eru þá fáir
taldir.
Nærmynd af Nóbels-
skáldi er sannarlega
áhrifamikil og persónuleg
bók um einstæðan mann.
425 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-9468-1-1
Leiðb.verð: 4.980 kr.
ÓGNIR MINNINGANNA
Átakanleg frásögn
frá Kambódíu
Loung Ung
Þýðing: Ingi Karl
Jóhannesson
Þessi bók greinir frá ein-
stæðri lífsreynslu. Loung
Ung var barn að aldri
þegar Rauðu khmerarnir
rændu völdum í Kambó-
díu, með afleiðingum
sem allir þekkja. Hún
hertist við hverja raun og
óslökkvandi lífsþorsti
varð yfirsterkari ótta,
einsemd og söknuði.
Frásögn Loung hrífur og
skelfir í senn; þetta er
áhrifamikil saga konu
sem lét aldrei bugast.
286 blaðsíður.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1488-0
Leiðb.verð: 3.980 kr.
146