Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 46
íslensk skáldverk
BRÓÐIR LÚSÍFER
Friðrik Erlingsson
„Hann hafði ekki sagt
neinum neitt, því enginn
hafði yfirheyrt hann.
Samt vissi hann einn
hvernig í öllu lá en ef
hann segði eitthvað
núna, væri hann þá ekki
að játa sig sekan? Hann
fór jafnvel að efast um
sakleysi sitt; hrinti ég
honum kannski? hugsaði
hann.“ Friðrik Erlingsson
skyggnist hér inn í hugar-
heim hinna minnstu
bræðra ekki síður en
þeirra sem meira mega
sín. Næm skynjun og
nakinn veruleiki spila
saman í verkum hans á
áhrifaríkan hátt. Bróðir
Lúsífer er fjórða skáld-
saga Friðriks, sem einnig
hefur samið leikrit og
kvikmyndahandrit.
230 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0369-8
Leiðb.verð: 3.980 kr.
BYLTINGARBÖRN
Björn Th. Björnsson
Þegar Lúter skorar
kaþólska kirkju á hólm
hriktir í bjargföstum stoð-
um hennar. Afleiðing-
anna gætir um allan hinn
kristna heim, einnig í
Skálholti í Biskupstung-
um. Þar á staðnum eru
árið 1539 ungir kenni-
menn að undirbúa siða-
skipti með mikilli leynd.
Atburðirnir koma miklu
róti á tilfinningar þeirra
sem dvelja á biskupssetr-
inu og loft er lævi bland-
ið. Mikil mannleg örlög
munu ráðast og í upp-
siglingu er eitthvert sorg-
legasta ástarævintýri Is-
landssögunnar. Skáld-
sögur Björns, byggðar á
sögulegum efnum, hafa
notið mikilla vinsælda,
t.d. Falsarinn, Haustskip,
Brotasaga og Hlaðhamar,
og enn sannar hann styrk
sinn á þessu sviði.
188 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2109-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
DAGBJARTUR
Gunnar Á. Harðarson
Dagbjartur Hróbjartsson
elst upp að Taðreyks-
stöðum í Flóa og kynnist
prestsdótturinni Svan-
fríði. Hún er send til
Reykjavíkur og Dagbjart-
ur er rekinn að heiman.
Þar með upphefst leit
Dagbjarts að Svanfríði og
ferðalag hans um ís-
lenskt nútímasamfélag.
Tekst honum að finna
Svanfríði aftur? Laun-
kímin saga með alvarleg-
um undirtón.
177 blaðsíður.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-086-4
Leiðb.verð: 2.500 kr.
DALALÍF l-V
Guðrún frá Lundi
Dalalíf kom út á árunum
1946—1951 og var strax
tekið með kostum og
kynjum, hún hlaut met-
sölu á bókamarkaði þeirr-
ar tíðar og kemur nú út í
þriðja sinn. Guðrún frá
Lundi er einn af meistur-
um íslenskra sagnabók-
mennta og hvergi í verk-
um hennar nýtur frá-
sagnargleðin sín jafn vel
og í Dalalífi. Hispurs-
lausar lýsingar skáld-
konunnar á fólkinu í
Hrútadal, gleði þess og
sorgum, kostum þess og
breyskleika, eru heill-
andi vitnisburður um
horfna tíð sem höfðar til
lesenda svo lengi sem
það er hlutskipti mann-
anna að elska, hata, þrá
og dreyma.
2189 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2022-2
/-2023-0/-2024-9
/-2025-7/-2026-5
Leiðb.verð: 1.799 kr.
hver hók.
Oll bindin fimm í öskju:
5.990 kr.
DÍS
Birna Anna Björnsdóttir,
Oddný Sturludóttir,
Silja Hauksdóttir
Sagan af Dís Sigurðar-
dóttur gerist í menningar-
borginni Reykjavík, höf-
uðborg Islands, sumarið
2000. Dís vinnur við
móttöku á Hótel Borg,
leigir íbúð við Laugaveg-
inn með frænku sinni að
norðan, slær sér upp
með strákum og skemmt-
ir sér með vinunum. En
nú verður stúlkan að
svara því hvað hún ætli
sér þegar „hún verður
stór“. Nýstárleg, drep-
fyndin og leikandi létt
skáldsaga um lífið á ís-
landi hér og nú, full af
hlýju, gleði og skilningi,
44