Bókatíðindi - 01.12.2000, Qupperneq 50
íslensk skáldverk
FYRIRLESTUR UM
HAMINGJUNA
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Guðrún Eva er án efa
einn efnilegasti höfund-
ur þjóðarinnar. I þessari
Reykjavíkursögu er sagt
frá uppvexti, ástum, sorg-
um og sigrum þriggja
kynslóða. Þetta er skraut-
leg fjölskyldusaga, hisp-
urslaus og kraftmikil.
Þetta er bók sem kemur
lesendum á óvart.
160 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-77-6
Leiðb.verð: 3.880 kr.
GAGA
Ólafur Gunnarsson
Sjoppueigandi í Reykja-
vík vaknar á Mars. Mars-
búar losa sig við boð-
flennur: Þeir setja átt-
haga jarðarbúans á svið,
fara í ham hans nánustu
og láta hann hverfa á vo-
veiflegan hátt þegar hann
er farinn að trúa að hann
sé heima hjá sér.
Gaga er hugvitssam-
lega skrifuð saga um
mann sem fer yfir um.
Leiftrandi stíll og ffásagn-
argleði gera söguna í senn
fyndna og sorglega, við-
felldna og ískyggilega.
Gaga kom fyrst út 1984
og í enskri þýðingu 1988
og fékk þá m.a. umsögn-
ina: „Gaga er afburða-
góð, sannarlega lestrar-
ins virði." I bókinni eru
myndir kanadísku mynd-
listarkonunnar Judy
Pennanen.
64 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-04-0
Leiðb.verð: 2.480 kr.
VILBORG dXVíÐSDÓTTIR
GALDUR
SKÁLDSAGA
-
GALDUR
Vilborg Davíðsdóttir
Árið er 1420. Foreldrar
Ragnfríðar og Þorkels,
stöndugir bændur, ákveða
giftingu þeirra í fyllingu
tímans. En Ragnffíður
verður barnshafandí 15
ára gömul eftir enskan
sjómann, og Þorkell fer
þá utan til náms í Svarta-
skóla í París. Þegar hann
kemur heim verður hann
handgenginn Hólabisk-
upi og hittir þar fyrir
Ragnfríði, ráðskonu bisk-
ups, og son hennar. Hér
er tekist á um völd og
virðingu, ást og trú af
blindum metnaði og óbil-
girni en líka einlægni. Að
baki sögunni liggur vönd-
uð heimildavinna höf-
undar og sögulegar fyrir-
myndir, en fyrri sögur Vil-
borgar hafa notið fádæma
vinsælda.
192 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2103-2
Leiðb.verð: 3.990 kr.
GULA HÚSIÐ
Gyrðir Elíasson
Þetta nýja verk Gyrðis
geymir safn fjölbreyttra
og einkar vel skrifaðra
smásagna. I sumum sagn-
anna renna saman
draumur og veruleiki
með áhrifamiklum hætti,
þannig að allt virðist
mögulegt, og í öðrum
vinnur höfundur eftir-
minnilega úr íslenskri
þjóðtrú. Á stundum vekja
smásögurnar óhugnað
með lesandanum, en
aðrar einkennast af lág-
stemmdri kímni. Allar
bera sögurnar vott um
þroskaða stílgáfu höfund-
ar og mynda magnaða og
töfrum slungna heild.
Bókin hlaut bókmennta-
verðlaun Halldórs Lax-
ness árið 2000.
128 blaðsíður.
Mál og menning/
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-3-2090-7
Leiðb.verð: 3.690 kr.
HAUSTGRÍMA
Iðunn Steinsdóttir
Mikil örlög eru stundum
fólgin í fáeinum orðum.
Orstutt frásögn úr fornu
riti verður Iðunni Steins-
dóttur kveikja að áhrifa-
miklu skáldverki um
miskunnarlaust mannlíf
á víkingaöld, framtíðar-
hallir sem hrynja til
grunna á einu andartaki,
óvægna baráttu og sterk-
ar tilfinningar. Haust-
gríma er ekki saga um
glæstar hetjur sem ríða
um héruð, heldur mögn-
uð saga um líf og dauða,
von og vonleysi í vægð-
arlausri veröld átaka og
andstæðna - veröld allra
tíma. Iðunn Steinsdóttir
hefur áður sent frá sér
fjölda barna- og ung-
lingabóka, leikrit og önn-
ur verk, og hlotið fyrir
þau ýmsar viðurkenn-
ingar.
147 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0366-3
Leiðb.verð: 3.980 kr.
48