Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 154
Æ\1sögur og endurminningar
tugnum segir Sigurður
A. Magnússon frá árun-
um á Morgunblaðinu og
stormasömum samskipt-
um sínum við forráða-
menn blaðsins en á þess-
um árum voru Rabb-
greinar hans algört eins-
dæmi í íslenskum fjöl-
miðlum vegna þess
hversu sjálfstæðar þær
voru og gagnrýnar. Hann
segir einnig frá viðburða-
ríkum ferðalögum sínum
og þátttöku í íslensku
menningarlífi. Sem fyrr
er Sigurður hreinskilinn
og skorinorður og hlífir
heldur ekki sjálfum sér.
366 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2115-6
Leiðb.verð: 4.290 kr.
ÚR SÓL OG ELDI
Leiðin frá Kamp Knox
Oddný Sen
Ur sól og eldi er í senn
saga heimskonu og
hvunndagshetju. Ung
kvaddi Ragna Bachmann
æskuslóðir sínar í Vest-
urbænum með erfiða
reynslu að baki og hélt
út í heim. í Svasílandi og
á Sri Lanka, á Jótlandi og
í Jóhannesarborg, í Belg-
íu og Botsvana, í Reykja-
vík og víðar hefur hún
kynnst spennu hins ljúfa
lífs, ratað í ótrúlegar
raunir en jafnframt fund-
ið dýpstu gleði. Frásögn
Rögnu er umfram allt
saga skemmtilegrar og
kjarkmikillar konu sem
hefur notið glæsileika
ævintýranna, látið ginn-
ast af blekkingum þeirra
og sjónhverfingum, leyst
hinar bitru þrautir og
hlotið að launum dýr-
mæta reynslu og þroska.
Oddný Sen hefur skrifað
reisubók Rögnu Bach-
mann á afar lifandi og
nærfærinn hátt.
265 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0371-X
Leiðb.verð: 3.980 kr.
VERA í VÍTI
Ógleymanlegar endur-
minningar um lygileg-
an sigur á krabbameini
Marilyn French
Höfundur Kvennakló-
settsins sendir hér frá sér
ógleymanlegar endur-
minningar um lygilegan
sigur sinn á krabbameini
í vélinda.
Raunar sigraðist Mari-
lyn French þrisvar á
dauðanum. Eftir nokkrar
rangar sjúkdómsgreining-
ar var hún loks árið 1992
greind með krabbamein í
vélinda. I þessum endur-
minningum leiðir hún
lesendur í gegnum skelfi-
lega reynslu sína af
Marilyn frencli
VEHA í VÍJÍ
Ósleymanlesar endurminninsar
um lysilesan sigur a krabbameini
geisla- og lyfjameðferð
og dáinu sem fylgdi í
kjölfarið. Enginn bjóst
við að hún kæmi aftur til
meðvitundar og því síð-
ur að hún næði bata.
Þrátt fyrir alvarleg veik-
indi sem hrjáðu hana
lengi á eftir tókst henni
að lifa af og þótti það
ganga kraftaverki næst.
Með sömu skarp-
skyggni, greind og til-
finningalegri einlægni og
Marilyn French hefur
beitt til að grandskoða líf
svo margra annarra
kvenna í skáldskapnum
sökkvir hún sér nú ofan í
eigið líf þar sem hún
heyr baráttu við lækna og
heilbrigðiskerfið, býður
greiningum og hrakspám
birginn og stígur upp úr
áföllunum heilli og opn-
ari en nokkru sinni fyrr.
170 blaðsíður.
PP Forlag
ISBN 9979-760-03-6
Leiðb.verð: 3.480 kr.
LEIKBÆR
Fjarðargötu 13-15* Hafnarfjörður • S. 565 5605
ÞJÓÐSÖGUR III
Jón Múli Árnason
Fáar minningabækur hafa
hlotið jafn góðar viðtökur
og Þjóðsögur Jóns Múla. I
þriðja bindinu rifjar hann
upp minningar af dug-
miklum síldveiðisjómönn-
um og öðrum minna dug-
andi, ferðast um Austfirði
bernskunnar, minnist
brautryðjenda í konfekt-
gerð á Seyðisfirði og
bróðurins sem étinn var í
erfidrykkjunni á Vopna-
firði. Silungurinn í Sund-
höllinni, hommavarnar-
buxurnar góðu, bláberja-
biskupinn á kosninga-
ferðalagi kommúnista,
allt er þetta skilmerkilega
fært í letur á þann hátt
sem Jóni Múla er einum
lagið.
Hér fer saman óvið-
jafnanleg mannþekking
og lífsnautn enda kann
Jón Múli að gæða frásögn
sína leiftrandi húmor og
hjartahlýju.
298 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2111-3
Leiðb.verð: 4.290 kr.
152