Bókatíðindi - 01.12.2000, Síða 109
I tilefni af 75 ára afmæli
Rauða kross íslands hef-
ur nú verið gefið út yfir-
gripsmikið rit um áhrifa-
mikla sögu mannúðar-
starfs félagsins hérlendis
sem erlendis 1924-1999.
I þágu mannúðar er saga
um það hvernig lítið fé-
lag hefur vaxið og þróast
svo að það er nú ein öfl-
ugasta þölda- og sjálf-
boðahreyfing landsins.
Þar er m. a. sagt frá ómet-
anlegu framlagi ósérhlíf-
inna sjálfboðaliða við
neyðarvarnir, sjúkraflutn-
inga og aðstoð við þá sem
eru hjálpar þurfi í samfé-
lagi okkar. Þá er einnig
sagt frá sendifulltrúum
sem hafa lagt fram þekk-
ingu sína, reynslu og
hæfileika við hjálparstarf
erlendis, oft við erfiðar
og jafnvel skelfilegar að-
stæður.
443 blaðsíður.
Mál og mynd
ISBN 9979-9438-1-5
Leiðb.verð: 6.200 kr.
rramtIðarsgn luttugu oq tueqgja þjóðKunnrd (slendlnqa
- huernig uerður þróun islenshs þjóðfélags?
ÍSLADD
ÍSLAND Á NÝRRI ÖLD
Við upphaf nýrrar aldar
og árþúsunds voru 22
þjóðkunnir íslendingar
beðnir að lýsa framtíðar-
sýn sinni. Höfundarnir
lýsa því hvaða málefni
þeir telja að verði mikil-
vægust á næsta aldar-
helmingi og hver þróun
Fræði og bækur almenns efnis
íslensks þjóðfélags verð-
ur í framtíðinni. Bókin
er sú fyrsta sinnar teg-
undar hér á landi og
geymir merka framtíðar-
sýn. Hún verður ómetan-
legt heimildarrit um
heimssýn okkar við alda-
hvörf.
350 blaðsíður.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-387-6
Leiðb.verð: 4.500 kr.
3.200 kr. kilja.
ÍSLAND í
ALDANNA RÁS
20. öldin 1900-1950
lllugi Jökulsson o.fl.
Sagan er rakin ár frá ári.
Fluttar eru fréttir af
stjórnmálum, slysförum
og helstu stórviðburð-
um, en einnig frá atburð-
um úr lífi fólksins í land-
inu - skemmtanalífi,
sakamálum, draugagangi
og öðrum undrum.
Aðalhöfundur er Illugi
Jökulsson. Víðfeðm þekk-
ing og næmt auga hans
fyrir markverðum tíð-
indum, ásamt fundvísi á
fróðlega mola gefur bók-
inni skemmtilegt yfir-
bragð. Allt er stutt ná-
kvæmri heimildarýni og
nýtur Illugi aðstoðar fær-
ustu manna. Þar fara
fremstir sagnfræðingarn-
ir Kolbeinn Proppé og
Lýður Björnsson. Ymsir
virtir sórfræðingar skrifa
yfirlitskafla um efnahags-
mál, atvinnumál, menn-
ingu o.fl. og gera þar
stærri straumum þjóðlífs-
ins skil.
Bókin er £ stóru broti,
prýdd á annað þúsund
mynda sem margar koma
hér í fyrsta sinn fyrir
augu almennings. Jafn-
framt er textinn studdur
ýmsum skýringarmynd-
um og kortum.
Oll er bókin vegleg um-
gjörð um stórbrotna tíma
í sögu lands og þjóðar.
Hún segir frá staðreynd-
um og túlkar tíðaranda.
Island í aldanna rás er
ómissandi ungum sem
öldnum, námsfólki sem
fróðleiksþyrstum fagur-
kerum. Sannkallað stór-
virki.
Um 400 blaðsíður.
JPV FORLAG
ISBN 9979-761-21-0
Kynningarverð til
áramóta: 9.980 kr.
Verð frá 1. jan. 14.980 kr.
ÍSLAND OG EVRÓPU-
ÞRÓUNIN 1950-2000
Einar Benediktsson
Höfundur skýrir þróun
samskipta íslands og
annarra Evrópuríkja frá
1950-2000. Fjallað er
m.a. um aðild Islands að
EFTA og EES.
156 blaðsíður.
Fjölsýn bókaforlag
Dreifing: Bókaklúbbur
atvinnulífsins
ISBN 9979-9322-2-8
Leiðb.verð: 4.200 kr.
ISLANDS- OG
MANNKYNSSAGA' IVBI
ÍSLANDS- OG
MANNKYNSSAGA NBI
Árni Hermannsson,
Jón Ingvar Kjaran,
Lýður Björnsson og
Margrét Gunnarsdóttir
Hér er rakin saga mann-
kyns og Islands frá upp-
hafi til síðari hluta átj-
ándu aldar. Glæsilegar
litmyndir, sérunnin kort,
aðgengileg framsetning.
Höfundar eru fjórir fram-
haldsskólakennarar með
mikla reynslu af sögu-
kennslu. Samhliða eru
gefin út 6 Smárit NB um
sagnfræði: Borg og sveit;
Fornöldin í nútímanum;
Menningarheimar á mið-
öldum; Ný heimsmynd;
Ríki og þegnar; Upplýs-
ingin. Námsefni við hæfi
allra sem vilja rifja upp
sögukunnáttuna.
288 blaðsíður.
Nýja Bókafélagið
ISBN 9979-764-01-5
Leiðb.verð: 4.450 kr.
Sandafell
\
Hafnarstrœti 7
470 Þingeyrí
S. 456 8210
107