Bænavikan - 04.11.1972, Side 3

Bænavikan - 04.11.1972, Side 3
BÆNAVIKULESTRAR 1972 zw Hvíldardagurinn 4. nóvember 1972. UPPSPRETTA ANDLEGS MÁTTAR Eftir ROBERT H. PIERSON Skilnaðarorð Frlesarans við lærisveina sína, er hann var í þann veginn að stíga upp voru: „en þér skuluð vera kyrrir í borginni." Lúk. 24, 49. Þeim var skipað fyrir að halda kyrru fyrir þangað til eitthvað dásamlegt gerðist — þeir áttu að öðlast sérstakan „kraft af hæðum.“ Er Jesús leit fram í tímann, vissi hann vel prófraunirnar, reynslurnar og freistingarnar, sem myndu falla í hlut þeim, sem fylgdu honum á þeim örlagaríku dögum, sem framundan voru. Hann hafði skipað þá sem boðbera óvinsæls boðskapar, en boðskapar, sem myndi bjóða endurlausn mönnum alls stað- ar. Meistarinn skildi greinilega veikleika þeirra manna, sem Hann hafði kallað til að lifa lífi Hans og til að prédika boð- skap Hans. Kristur vissi að mannleg rök voru ófullnægjandi í því að snúa harðsnúnum syndurum til kærleiksríks Frelsara. Sjálfur hafði hann mætt erkióvininum og milliliðalaust reynt hina lævísu táldrægni og nagandi þrákelkni hins illa. Vitandi að lærisveinar Hans þurftu hjálpar við til að full- komna tilskipun Hans, og þörfnuðust hennar bráðnauðsynlega, fyrirskipaði Jesús að fara til Jerúsalem og dvelja þar unz þeir hefðu öðlazt hjálpina, sem þeir þörfnuðust. Þeir áttu að „dvelja“ — ekki að ganga út í ákaft útbreiðslustarf — þar til þeir hefðu fyrst móttekið „kraft frá hæðum“. í fyrirskipunum, sem Jesús gaf lærisveinum sínum fyrir } T 1

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.