Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 8

Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 8
þess, að menn og konur þrábáðu Guð um leiðsögn Andans, er þau leituðu sannleikans í Orðinu. Þú og ég þurfum enn að halda á hinum sama krafti af hæðum til að leiða hug okkar, er við gröfum djúpt í sannleiksforðabúri Guðs. Innblásinn af andanum til að vitna Við öðlumst til að gefa. Ef við höfum fundið frið og fögnuð í Kristi, munum við finna sem byrði hvíla á okkur að hjálpa öðrum til að eignast þessa sömu reynslu. Því sem Guð hefur í kærleika sínum og náð gert okkur hluttakandi í, eigum við að deila með þeim, sem umhverfis okkur eru. Til viðbótar boðskap endurlausnarinnar frá synd og sekt, hefur Guð opnað fólki sínu hinn spámannlega hlut Orðsins. Fyrir skilning okkar á spámönnum þessum, er okkur ljóst í hraðri atburðarás nútímans, hversu nærri endirinn — koma Jesú —er. Við áræðum ekki að sanka þessum sannleik saman fyrir okkur sjálf og bregðast því að deila honum með þeim sem umhverfis okkur eru. En vitnisburður okkar verður áherzlu- laus, ef Heilagur Andi fylgir okkur ekki. „Án Andans og kraftar Guðs munum við starfa til ónýtis að útbreiðslu sann- leikans.“ í vitnisburði okkar birtist kraftur hins Heilaga Anda í framkvæmd. Því þessi löngun, að deila með öðrum, kemur frá Honum. Sami Andinn, sem býður okkur: „Komið“, býður einn- ig ,,Farið“! Sem sannir kristnir einstaklingar, verðum við að svara hinu guðlega, allra brýnasta kalli: ,,Farið“! „1 mynd- ugleika meðalgöngustarfs síns veitir Kristur þjónum sínum nálægð hins Heilaga Anda. Það er myndugleiki Andans, sem gerir mannlegum aðilum mögulegt að vera fulltrúar Frelsarans í starfinu að frelsa sálir. Til þess að við getum sameinast í starfi þessu, ættum við að starfsetja okkur undir mótandi áhrif Heilags Anda.“ Langar þig til að sjá starfinu lokið? Langar þig til að sjá Jesúm koma brátt? Ef svo er, verður þú, vinur minn, að búa þig undir að taka á móti Heilögum Anda. Aðeins þessi kraftmiklu áhrif þessa máttar af hæðum í lífi þínu og lífi allra þeirra, sem játa sig Guðs börn um víða veröld mun geta starfsett andlegan kraft nógu mikillega til þess að koma verki Guðs í kring, eins og Hann hefur fengið okkur í hendur. Það er eins og við tókum eftir í byrjun, annaðhvort hvítasunna eða misheppnun. 6

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.