Bænavikan - 04.11.1972, Page 9

Bænavikan - 04.11.1972, Page 9
Ekki kallaður til misheppnunar Útkoman verður ekki misheppnun! Guð hefur ekki kallað þessa hreyfingu til misheppnunar. Hann hefur kallað hana til árangurs á okkar tímum! En hún getur ekki orðið heims- víðtækur árangur fyrr en hún er einstaklingslegur árangur í lífi einstaklingsins — í hjarta þínu og mínu. Líf okkar verður að vera dvalarstaður Heilags Anda. Aðeins þá getur Guð notað okkur eins og Hann verður og eins og Hann þráir að gera. Það er einlæg ósk mín, að Guð geti á þessari bænaviku nálgast fólk sitt mjög náið fyrir Heilagan Anda. Það er þrá mín, að Andinn megi veita Israel iðrun, að Hann megi tendra elda vakningar og gera þá að dýrlegri siðbót sem starfsetur kraftinn sem þarf til að ljúka verkinu í nálægri, mjög náinni framtíð. Bróðir minn og systir. Vilt þú ekki svara þessari einlægu köllun? Vilt þú ekki einmitt nú opna hjarta þitt og bjóða Jesú að koma inn í allri fyllingu sinni og hreinsa þig af synd? Vilt þú ekki sameinast bræðrum þínum og systrum um víða veröld í bænagjörð til Guðs, að Hann fylli endurvakið líf okkar allra Heilögum Anda sínum og búi okkur nú undir bráða komu Sonar síns. Sunnudagurinn 5. nóvember 1972. KÆRLEIKURINN, HINN IVIIKLI MÁTTUR Eftir M. E. LIND Þegar Páll postuli sagði: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum.“ (Róm. 5, 8.), setti hann okkur fyrir sjónir kærleika að verki. Tjáning Guðs á sjálfum sér og kærleika sínum til handa aumum mönnum er ekki aðeins orðin tóm. Hún er ekki ómfögur orðlist. Hann auðsýndi oss kærleika sinn 7

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.