Bænavikan - 04.11.1972, Side 20

Bænavikan - 04.11.1972, Side 20
hann gaf Guði dýrðina, og var þess fullviss, að hann er mátt ugur að efna það, sem hann hefur lofað. Fyrir því var það honum og til réttlætis reiknað." Róm. 4, 20—22. Þegar við íhugum efnið Trú, kemur oft upp í hugann spurn- ingin um verk. Á tímabili kristninnar hefur dingullinn sveiflazt fram og til baka og stundum náð yztu stöðu milli þessarra tveggja sviða kristilegs lífs. Stundum hefur sumt fólk talað um trúna á þann hátt að gera lítið úr verkum. Á öðrum tímum hefur verið lögð rík áherzla á góð verk, sem þýðingarmikið atriði, sem veitti hinum trúaða verðleika og hærri stöðu. Fyrir mörgum árum þegar einn af okkar vinsælu prédikurum setti fram trúna á þann hátt að varpa skugga á góð verk, þá gaf Ellen G. White honum þessi ráð: „Þú endurtókst mörgum sinnum að verk hefðu ekkert að segja, að það væru engin skil- yrði. Þú setur þetta efni fram með svo sterkum orðum. Það eru skilyrði fyrir því að við hljótum réttlæti og helgun og hljótum réttlætisskrúða Krists. Ég skil hvað þú hefur í huga, en þú skilur eftir röng áhrif í hugum margra manna. Þó að það sé satt að góð verk muni ekki bjarga svo mikið sem einni sál, þá er samt ómögulegt fyrir svo mikið sem eina sál að frelsast án góðra verka. Guð bjargar okkur undir lögmáli og við verðum að biðja ef við ætlum að þiggja, leitaefvið ætlum að finna og knýja á, ef við viljum að dyrnar séu opnaðar fyrir okkur.“ Selected Messages, 1. bók, bls. 377. „En þó að Kristur sé allt, eigum við að hvetja hvern mann óþreytandi elju. Við eigum að keppa, glíma, líða, vaka og biðja, svo að við eigi bíðum ósigur fyrir hinum illa óvini. Krafturinn og náðin til að gera þetta kemur frá Guði og allan tímann eigum við að treysta honum, sem að er fær um að frelsa til fulls alla þá, sem koma til Guðs fyrir hann. Skildu aldrei eftir þau áhrif í huga nokkurs manns, að það sé lítið eða ekkert hægt að gera fyrir manninn. Kenndu honum frekar að samstarfa með Guði, til þess að honum geti tekizt að sigra. Sá sem þiggur Guðs náð, verður að láta í té viðleitni og verk því að það er ávöxt- urinn sem sýnir hvert sé eðli trésins." Sama, bls. 381—382. í trúnni, sem við þörfnumst, trúnni, sem tekur Guð á orðinu, er sterkur þáttur hlýðni. Hún á Jesúm sem kjarna og er meira en vitsmunaleg æfing. Hún er lífsafl og knýjandi kraftur, sem starfar í kærleika og kemur fram í „góðum verkum“. 18

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.