Bænavikan - 04.11.1972, Side 28

Bænavikan - 04.11.1972, Side 28
Spurgeons, var maður hljóðlátlega við vinnu og er hann heyrði orðin, var hann sleginn sannfæringu um, að hann væri synd- ugur. Eftir að hafa lagt verkfærin frá sér, sneri hann heim, og þar, með textann brennandi í hjarta sér, glímdi hann við Guð. Eftir nokkurn tíma andlegrar baráttu veitti hann Jesú móttöku, lambinu, sem deytt var fyrir syndir hans. Hann endurfæddist og varð breyttur maður. Myndu textar eftir Shakespeare eða Milton, Plató eða Emer- son, eða nokkum annan höfund, sem ekki var innblásinn af Guði, eins og höfundar Biblíunnar voru, hafa megnað að koma til vegar svo djúpstæðum breytingum í lífi þessa manns? Megnar nokkur bók, allra þeirra milljóna bóka, sem skrifaðar eru af mönnum og streyma frá prentsmiðjum heimsins í dag, megnar nokkur þeirra að koma til vegar slíkri breytingu hjá manni? Hvað er það við Biblíuna, sem getur endurskipulagt gjörvalla lífsstefnu hjá manni, konu eða ungmenni? Gaumgæfið aðra skýringu. Setjum svo, að einhvers staðar í Suður-Kyrrahafinu væri eyja, sem aldrei hefði verið snortin af menningunni, eins og við þekkjum hana í dag. Fólkið þar er mannætur, frábærlega fjandsamlegt öllum utanaðkomandi áhrifum. Stjónarvöldin, sem eyjan heyrir undir, vill siðmennta þetta fólk, breyta því frá fjandsamlegum villimönnum í Ijúfa löghlýðna einstaklinga. En hvernig? Ætti stjórnin að senda flokk hermanna til þess að breyta eðli fólksins? Myndi hóp manneðlisfræðinga og félagsfræðinga takast verkið? Myndi flokkur sálfræðinga og sálgreingarsér- fræðinga vera fær um að koma til vegar nauðsynlegum breyt- ingum hjá þessum eyjarskeggjum? Gæti deild sölumanna með farm nýtízku tækniuppgötvana, mjög hrífandi fyrir þetta fólk, notað varning sinn til að breyta grimmd þeirra í mildi, losta þeirra í hreinleika, umbúðalausri villimennsku þeirra í sið- fágað þjóðfélag? Þrátt fyrir þetta höfum við öll heyrt um menn og konur, sem lifað hafa í svartasta heiðindómi, sem breytzt hafa svo algerlega að það er næstum ótrúlegt. Og þetta gerðist fyrir áhrif Guðs Orðs. Ástæða til undrunar „Á ferðum sínum heimsótti Charles Darwin einu sinni Tierra del Fuego við suðurenda S-Ameríku. Áhrifin, sem hann varð fyrir voru skrásett í „Voyage of the Beagle“. Fólkið í Tierra 26

x

Bænavikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.