Bænavikan - 04.11.1972, Side 31
Um það leyti, sem hann var að komast að þessari niðurstöðu,
kom hin unga kona hans heim með Biblíu, sem hún hafði fengið
undir óvenjulegum kringumstæðum. Dr. Cailliet lýsir hversu
hann bókstaflega þreif bókina úr höndum hennar, þaut afsíðis
í kyrrð inn á skrifstofu sína, opnaði hana af tilviljun í Sælu-
boðununum, byrjaði að lesa og hélt áfram að lesa klukkustund-
um saman. Hann hafði fundið bókina, sem skildi hann.
Hið lifandi orð Guðs getur líka talað til hjarta þíns og
míns. En til þess að það geti gert þetta, verður að hlýða á það.
Því að alveg eins og vinur getur ekki haft samband við okkur,
ef við erum upptekin við eigin hugsanir, meðan hann talar,
þannig getur Guð ekki heldur talað til okkar ef aðeins eyru
okkar, en ekki hugur eru við orð Hans.
Ekki getur Hann heldur átt samband við okkur, sem sé nokk-
urs virði, ef við opnum orð Hans aðeins og lesum nokkra texta
án verulegrar íhugunar. Boðskap Guðs okkur til handa verður
ekki náð við einbeitingarlausan lestur. Hann getur aðeins talað
við okkur, þegar við hlustum með gaumgæfni eftir hinni
litlu hljóðu rödd.
Orð kraftarins
Biblían er „full af krafti“. Gríska orðið í Hebr. 4, 12., sem
þýtt er „fullur af krafti“ í þýðingunni sem vitnað er í, felur
einnig í sér merkinguna ,,virkur“, „orkuríkur," „áhrifaríkur."
Það er eitthvað í Biblíunni, sem verkar ötullega, orkusamlega,
áhrifaríkt, með krafti á líf manna og kvenna til að umbreyta
þeim. „Heilagur Andi þroskar í manninum eiginleika Guðs,
til að gróðursetja í hjörtum mannanna meginreglur orðs
Guðs.“ Dæmisögur Krists, bls. 414. „Orðið .. . verkar með
krafti á mannlegt hjarta til þess að koma manninum á réttan
rekspöl og halda honum þar.“ Vitnisburður til presta, bls. 80—81.
Það væri hægt að lifa í 100 metra fjarlægð frá orkuveri
og samt vera án raforku á heimili sínu, ef það væri ekki
tengt í samband. Þannig getur þú og ég átt hálfa tylft af
Guðs Heilaga Orði á heimili okkar, en við munum ekki öðlast
umbreytandi kraft frá því, nema við veitum Orði þess við-
töku í huga okkar og leyfum því að verka á hjörtu okkar.
Orð Guðs, sem hefur verið veitt viðtaka í hug og hjarta,
umbreytir skapgerðinni. Jesús sagði: „Helga þá með sann-
leikanum, þitt orð er sannleikur." Jóh. 17, 17.) „Þegar súrdeig
29