Bænavikan - 04.11.1972, Page 33

Bænavikan - 04.11.1972, Page 33
ingarinnar; en hann mætti henni fyrir okkar hönd og sigraði. Þó notaði hann aðeins vopnin, sem standa mannlegum verum til boða.“ S.M., bók 1, bls. 255. Hvaða vopn var það? Það var Orð Guðs! „Skrifað stendur“. Með þessu eina vopni sigraði hann óvininn. í hvert sinn, sem hann mætti freistingum með Ritningunum, en það gerði hann alltaf, skynjaði Satan ósigur sinn. Hér er staðreynd, sem við ættum ekki að láta okkur hverfa úr huga. Kristur sigraði Satan með krafti Orðsins. Ef hann, sem er konungur okkar og fyrirmynd, vitnaði árangursríkt í Biblíuna til að sigrast á Satan, ættum við að verða miklu fullkomnari heldur en við erum í því að nota þetta sama vopn. Við ættum að nota þið miklu oftar heldur en við gerum í baráttu okkar við syndina, bæði hið yrta og hið innra. Þrá eftir krafti Sem einstaklingar og söfnuður skynjum við þörfina fyrir aukinn andlegan kraft. Við þráum hann í eigin lífi okkar og í söfnuðinum til að uppræta synd, til að vitna fyrir öðrum og til að fullkomna hina postullegu tilskipun.Orð Guðs er milli- liðurinn sem við getum öðlast þennan kraft fyrir. „Orð Guðs — sannleikurinn —er sá farvegur, sem Drottinn veitir Anda sínum og krafti.“ A.A., bls. 520. „Orð Drottins er Guðlegur kraftur, sem við getum byggt á.“ S.M., 1. bók, bls. 328. „Guð getur og vill framkvæma hið mikla verk fyrir sérhverja mann- lega veru, sem vill opna hjarta sitt fyrir Orði Guðs og leyfa því inngang í musteri sálarinnar og steypa þar af stóli hverjum hjáguði . . . Orðið er gjört hold og býr með oss í þeim, sem taka á móti hinum helgu fyrirmælum Orðs Guðs.“ F.C.E., bls. 378. Biblían, farvegurinn sem andlegur kraftur kemur til okkar eftir, er okkur nærtæk. Snúum okkur að henni miklu oftar en við gerum með opnum huga og hjarta, í einlægni, í bæn, í móttækileika. Gefum Guði tækifæri til að veita inn í líf okkar krafti þeim, sem við þörfnumst svo mjög. Gegnum Orð Hans skulum við finna hina sönnu uppsprettu kraftarins fyrir krist- ið lífemi. 31

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.