Bænavikan - 04.11.1972, Síða 34
Fimmtudagurinn 9. nóvember 1972.
KRAFTUR STREYMIR ÚT
Eftir ELBIO PEHEYRA
Jesús Kristur fól söfnuði sínum þá miklu ábyrgð að flytja
heiminum fagnaðarerindið um ríki sitt. En hann tók sjálfur
á sig ábyrgðina um lokasigur þess. Til þess að söfnuðinum
gæti vegnað vel, gaf Drottinn lærisveinum sínum þá starfs-
áætlun, sem þeir áttu að fylgja. Við finnum leiðbeiningar hans
í kjarna skráðar í Guðspjöllunum og Postulasögunni. Við köll-
um þær starfsáætlun Nýja Testamentisins.
í Nýja Testamentinu er sýnt á hagnýtan hátt, hvernig aðferð
Krists átti að þróast. Við sjáum hans eigin fordæmi í út-
breiðslustarfinu. Það er ekki hægt að betrumbæta starfsað-
ferðir hans. Síðan lesum við um það, hvernig lærisveinar hans
störfuðu. Þeir unnu stórkostlegan sigur, hvern sigurinn á
fætur öðrum, af því þeir tóku á móti krafti hans og fylgdu
trúlega þeim leiðbeiningum sem Drottinn gaf. Um 3000 manns
voru skírðir á einum degi, þegar lærisveinarnir hófu að fram-
kvæma starfsskipun sína og „mörg undur og tákn gjörðust
hjá postulunum.“ Post. 2, 41, 43.
Og bráðlega bættust 5000 manns til viðbótar (4, 4). Jerú-
salem var fvllt af kenningunum um Krist (5, 28). „Og mikill
fjöldi presta gekk í hlýðni við trúna“ (6, 7). Tala safnaðanna
jókst daglega (16, 5), og þúsundir Gyðinga tóku trú á fagn-
aðarerindið (21, 20).
Eins og hinir fyrstu lærisveinar vitnuðu um kraft Heilags
Anda, svo eigum við að bera vitni á okkar tíma. Þessi vitnis-
burður ætti ekki að vera í orðum einungis, heldur einnig með
lífi okkar.
Vitnisburður, þögull en kröftugur
Aðventhjón buðu ungum hjónum, sem tilheyrðu öðrum söfn-
uði að vera viðstödd samkomu þar sem E.L.Minchin var ræðu-
maður. Þau urðu fyrir miklum áhrifum. Þau gátu ekki staðizt
32