Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 36

Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 36
saman kærleika hans .. . Með hverju barni sínu sendir Jesú heiminum bréf. Sért þú liðsmaður Krists, sendir hann með þér bréf til heimilisins, þorpsins eða götunnar, þar sem þú býrð. Jesús, sem í þér býr, þráir að fá að tala til þeirra hjartna, sem ekki hafa haft kynni af honum. Ef til vill hafa þeir menn ekki lesið Biblíuna, eða heyra ekki röddina, sem talar til þeirra af blöðum hennar. Þeir sjá ekki kærleika Guðs í verkum hans. En sért þú sannur fulltrúi Jesú, þá kunna þeir fyrir þína milli- göngu að öðlast skilning á gæzku hans og geta unnizt til að elska hann og þjóna honum.“ Vegurinn til Krists, ísl. útgáfa, bls. 125—126. Hvílíka ábyrgð og hvatningu hefur Kristur veitt okkur! Hann hefur kallað okkur til að vera votta sína og það er á okkar valdi að meðtaka allt það, sem við þurfum til að vera fulltrúar hans. Hann hefur gefið okkur Heilagan Anda, hjálp englanna, sannleikann í orði sínu og annað sem þarf til að við getum í sannleika endurspeglað lunderni hans. Hugmyndin um að flytja persónulegan vitnisburð er á við- eigandi hátt sett fram í starfsaðferð postulanna, er þeir boðuðu fagnaðarerindið. Þeir þekktu Jesú og fagnaðarerindi hans af eigin raun. í prédikun þeirra var engar heimspekilegar fræði- kenningar að finna. Þeir settu ekki bara fram hugmyndir um Guð, þeir sýndu Guð í verki í sínu eigin lífi. Þeir töluðu ekki bara um kenninguna um hjálpræðið, þeir kynntu sjálfa sig sem ummyndaða og frelsaða. Nietzche hefur þurft að segja um Pétur, Jóhannes og Pál: „Það sem þessir kristnu menn verða að sýna er að þeir séu endurleystir, ef að ég á að trúa á endurlausnara þeirra.“ Frelsandi kraftur til staðar Frelsandi kraftur var til staðar í prédikun og persónulegum vitnisburði þessara manna, af því þeir voru fylltir Heilögum Anda. Heimurinn, sem þeir bjuggu í og störfuðu gat séð dáðir þeirra, sem voru drýgðar af því að Kristur starfaði í þeim. í 5. kapítula Markúsarguðspjalls er sagan um viðureign Krists við hersveit djöfla, sem hafði tekið sér bústað í manni. Maðurinn var nýkominn út úr gröfunum. Um hendur hans og fætur héngu leifar af keðju, sem hann hafði verið bundinn með, áður en hann sleit hana. Hann hafði skorið sig allan með 34

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.