Bænavikan - 04.11.1972, Side 37
steinum og á líkama hans voru ör eftir þessi sár. Hann virtist
vera grimmur eins og hvert annað villidýr. Hann gekk froðu-
fellandi í áttina til Frelsarans.
Það virtist svo, að þessi maöur hafi ógreinilega gert sér
grein fyrir því, að Jesús gæti frelsað hann frá djöflunum,
sem höfðu tekið sér bólfestu í honum. Hann varpaði sér niður
við fætur Krists, en þegar hann opnaði munninn þá var það
djöfullinn, sem talaði, en ekki hann. Þá bauð Kristur djöflunum
að yfirgefa hann. Og allt í einu var djöfulóði maðurinn með
réttu hugarfari. Augun, sem fáum augnablikum áður, höfðu
endurspeglað æði, sýndu nú, að hann var með fullu viti.
Reiðin snerist í lofgjörð.
Hjarta hans var fullt af þakklæti til Jesú fyrir lausnina
og hann bað að fá að vera með Drottni. En Jesús sagði: „aFr
þú heim til þín og þinna og seg þú þeim hve mikla hluti Drott-
inn hefur gjört fyrir þig og hversu hann hefur miskunnað
þér.“ Mark. 5, 19. „Og hann fór burt og tók að kunngera í
Dekapolis, hve mikla hluti Jesús hefði gert fyrir sig.“ (20. v.)
I-Iann hafði kröftugan boðskap að bera, sem byggðist á hans
eigin reynslu, „og undruðust það allir.“ Af þessum sökum
var það, er Jesús síðar sneri til þessa svæðis, ,,að fólkið hópaðist
um hann og í þrjá daga hlýddi það á boðskap hjálpræðisins,
ekki aðeins íbúar einnar borgar, heldur þúsundir frá nær-
liggjandi héruðum." Þrá aldanna, bls. 340—341.
Höfuðviðburðurinn í lífi þessa manns var fundur hans og
Krists. Hann hafði úrslitaáhrif fyrir hann. Þetta er það sem
þú og ég verðum að gera — afgerandi fund með Jesú, sem
leiðir af sér ummyndun lífs okkar. Þó að við séum ekki í því
hræðilega ástandi, sem þessi maður var, er það alltof oft þessi
eða hin syndin, sem hindrar okkur í að geta verið eins áhrifa-
miklir og sannfærandi vottar og víð þurfum að vera, Málið
snýst ekki um það eitt að láta upplýsingar einar berast. Við
verðum að láta reynslu berast, samfara sannfæringu og krafti,
sem er okkar eign vegna Drottins Jesú Krists.
Til bess að bera kröítugan vitnisburð, þarfnast söfnuðurini.
fleira æskufólks, sem hefur þessa reynslu til að veita öðrum.
Söfnuðurinn þarf á löghlýðnu ungu fólki að halda, sem kemui
á sannri siðbót og vakningu bæði í söfnuðinum og utan safn-
aðarins. Það er þörf á virku ungu fólki, sem lætur sér ekki
meðalmennskuna nægja, sem láta sér það eitt ekki nægja
að greina sjúkdómseinkenni. Söfnuðurinn þarf á æskufólki að
halda, sem skilur að rót hinna miklu vandamála nútímans
35