Bænavikan - 04.11.1972, Page 38

Bænavikan - 04.11.1972, Page 38
er syndin, æskufólki, sem sjálft hefur mætt Jesú og er fyllt Heilögum Anda. Satan safnar nú saman miklum múg ungmenna undir her- merki sitt til að stríða gegn Guði. Hann þekkir mjög vel styrk, kraft og áhrif æskufólks. Jesús kallar líka á sjálfboða- liða til að fylkja sér undir þann fána, sem er blettaður endur- leysandi blóði hans eigin miklu kærleiksfórnar. „Söfuðurinn þráir hjálp ungmenna, sem vilja bera djarfan vitnisburð, sem með lifandi áhuga sínum vekja upp blundandi öfl Guðs fólks til að auka kraft safnaðarins í heiminum. Ungra manna er þörf, sem vilja standa í gegn flóðöldu heimshyggjunnar og hefja upp raust sína til að vara við því að taka fyrstu skrefin til siðleysis og lasta.“ Boðskapur til æskunnar, bls. 25. Ungmennin, sem söfnuðurinn þarfnast, er ekki þau ein, sem hafa djúpa og kröftuga reynslu með Jesú. Hann þarfnast einnig æskufólks, sem hefur góða þekkingu á þeim sannleiks- atriðum sem við trúum. Ég skrifa þetta af eigin reynslu. Ég tengdist Aðventsöfnuðinum þegar ég var ungur maður, eftir að hafa lent í miklum vanda. Ég var aðeins 18 ára þá, þó að ég elskaði söfnuð minn, hafði ég ekkert raunverulegt persónu- legt samfélag við Krist. Ég skildi sumar af kenningum hans en ég hafði ekki traustan grundvöll til að byggja á. Þá lenti ég í samræðum við ungan háskólastúdent og röksemdum mínum var algjörlega kollvarpað, af því að þær voru ekki nægilega byggðar á orði Guðs. Þetta var mikil reynsla fyrir trúarlíf mitt. Að skilja af reynslu Vegna þessa viðburðar fór ég að líta til Drottins. Þegar ég var einn með honum rannsakaði ég ritningarnar tárfellandi og í bæn og Drottinn leiddi mig til staðfastrar sannfæringar um sannleikann. Það var þá sem ég fékk skilning á verki náðarinnar, réttlæti fyrir trú og mörgum öðrum dýrmætum sannleiksatriðum. Á þennan hátt var ég rótfestur í trúnni. Fyrir þann tíma gat ég ekki borið vitnisburð um sannleikann af því að ég hafði ekki reynt hann sjálfur. Kristinn vottur lýsir því yfir sem hann þekkir af eigin raun. Það er því brýn nauð- syn að eiga persónulegan fund með Drottni. Það er nauðsyn- legt að við eigum reynslu með Drottni okkar, öðlumst þekkingu á sannleika hans og krafti hans í lífi okkar til að gera það verk, sem hann hefur gefið okkur. Heimurinn þarfnast sannra 36

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.