Bænavikan - 04.11.1972, Side 39
kristinna manna, með sannan kristinn vitnisburð. Viljum við
ekki gefa slíkan vitnisburð, bæði ung sem eldri, sem hlýðum
á þessi orð, eða lesum þau? En hve Faðirinn, Jesús Drottinn
okkar, Heilagur Andi, englar og íbúar, ófallinna heima hljóta
að þrá, að við sýnum þessum uppreisnargjarna og synduga heimi
hinn endurleysandi kraft Guðs! En hvað þeir hljóta að þrá
að sjá okkur opinbera kærleika Hans, sem kom til þessa heims
og lifði hér til þess að lyfta mannkyninu upp!
Mætti Drottinn ummynda okkur í kröftuga votta, svo að
heimurinn geti séð fegurð hjálpræðisins vegna hins kröftuga
boðskapar, sem birtist í lífi okkar.
Föstudagurinn 10. nóvember 1972.
MÁTTUR TILBEIÐSLUNNAR
Eftir R. R. BIETZ
Að guðsþjónustinni lokinni voru foreldrar Tomma áfjáð í
að fara heim. En Tommi flýtti sér ekki, hann stóð kyrr og
athugaði kirkjuna gaumgæfilega. Þegar þau hertu á honum,
svaraði hann: „En ég hef ennþá ekki séð Guð.“ Þótt þau
furðuðu sig á þessu svari hans, voru þau að sumu leyti fegin
að heyra það. Þau höfðu oft sagt honum, að fólk færi í kirkju
til að mæta Guði — og hann hafði tekið þau á orðinu.
Að vísu er það ekki einungis í kirkjunni að við mætum
Guði — við getum mætt honum á afviknum stöðum eða jafnvel
á götunni eða hvar sem við erum. „Sæll er sá, sem á sér
helgidóm, háan eða lágan, í borginni eða uppi á fjöllum, í
lágu hreysi eða á eyðistað. Sé það bezti staðurinn, sem hann
á kost á til þess að mæta Guði sínum, mun Guð helga staðinn
með návist sinni —- og hann verður þá helgaður Drot!t)ni.“
5. Test., bls. 491—492.
Samverska konan spurði Jesú: Feður vorir tilbáðu á þessu
fjalli, og þér segið, að í Jerúsalem sé staðurinn, þar sem til-
biðja eigi. Jesús segir við hana: Trú þú mér kona, sú stund
kemur, er þér hvorki munuð tilbiðja föðurinn á þessu fjalli
né í Jerúsalem. Þér tilbiðjið það, sem þér þekkið ekki, vér
37