Bænavikan - 04.11.1972, Síða 40

Bænavikan - 04.11.1972, Síða 40
tilbiðjum það, sem vér þekkjum, því að hjálpræðið kemur frá Gyðingum. En sú stund kemur, já er þegar komin, er hinir sönnu tilbiðjendur skulu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika, því að faðirinn leitar einmitt slíkra tilbiðjenda." Jóh. 4, 20—24. í bænavikunni er það vel viðeigandi, að við leggjum áherzlu á gildi þess að taka þátt í guðsþjónustunni. Þesi tími sameigin- ingar gefur tækifæri til að kynnast þeim mætti, sem sameigin- leg bæn veitir. Þótt við getum tilbeðið Guð hvar sem er og hvenær sem er, er hús Guðs þó helgað sem tilbeiðslustaður. Máttur er fólginn í biðjandi söfnuði. Margur maðurinn hefur verið leystur úr fjötrum syndar fyrir mátt sameiginlegrar bænar. Orð Guðs sannfærir um það, að þegar fólk Guðs sameinast í bæn, geta miklir hlutir gerzt. Okkur ber að verja miklum tíma til einrúmsbænar, en þetta er ekki nóg, vegna þess að enginn maður er eyja — enginn stendur einn. Við þurfum á hverju öðru að halda. Tónlist er mikilvægur þáttur Guðsþjónustunnar og ætti að vera andleg blessun fyrir hvern einstakling. „Tónlist er hluti af tilbeiðslu himinsins, og við ættum að keppa að því í söng okkar og tónlist að nálgast tónlist himinsins svo sem verða má.“ P.P., bls. 549. Kristinn maður hlýtur ekki aðeins andlegan styrk fyrir bæn og söng, heldur einnig þegar hann hlýðir á boðun orðs hins lifandi Guðs. Hver þáttur guðsþjónustunnar ætti að undirbúa hjartað fyrir blessun Heilags anda. „Þegar Kristur talar gegn- um þjóna sína, undirbýr Andi Guðs hjötru áheyrendanna, svo að þau meðtaki orðið.“ GW, bls. 155. Margur hefur gengið inn í hús Guðs niðurdreginn og kjark- laus, en með því að hlýða á orð Guðs og njóta áhrifa Andans, hefur hann öðlast nýja von og trú. Ljós prédikarans Orðið er ljós prédikarans, og þegar olían streymir frá hinu himneska olíutré, veitir hún þessu ljósi nýtt líf, styrk og kraft, sem allir munu skynja. Þeir, sem slíkrar þjónustu njóta, munu finna hjá sjálfum sér innra líf, sem Andi Guðs vekur. Eldur Guðs kærleika mun verða kveiktur hið innra með þeim.“ TM, bls. 340. Guðsþójnustuna ber að framkvæma eftir settum reglum og af smekkvísi. Ringulreið er ekki Guði að skapi. En samkomu- 38

x

Bænavikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.