Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 43

Bænavikan - 04.11.1972, Qupperneq 43
Þótt guðsþjónustan sé mikilvæg og hana megi ekki vanrækja, má þó ekki binda hana við kirkjuna eina. Við þurfum ávallt að lifa í andrúmslofti bænarinnar. Líf hins trúaða er tilbeiðsla. Þegar ég kom til Los Angeles í fyrsta sinn, var mér það of- raun að aka í hinni miklu umferð stórborgarinnar. Stöðvunar- ljósin þreyttu mig. Það voru mikil umskipti frá því að aka í sveitahéruðum South Lancaster. Lausn á þessu vandamáli fann ég við að slaka á og senda up hljóða bæn til Guðs. Það var undravert, hve vel þetta ráð dugði mér. Jafnvel í ys og þys stórborgarstrætanna má senda upp hljóða bæn til Guðs ásamt lofgjörð og þakkargjörð. Fjölskyldualtarið Eina af mestu blessunum tilbeiðslunnar er að finna við fjölskyldualtarið. Frá slíkum stundum á ég mínar beztu bernskuminningar. Hver getur skilið, að fjölskyldubænin er svo vanrækt á okkar tíma? „Menn læra að elska Guð í frum- bernsku við fjölskyldualtarið." 5. Test., bls. 416. í þessari bænaviku skulum við endurreisa þau fjölskylduölturu, sem niður hafa brotnað. Fjölskyldubænin opnar leiðina fyrir kærleik Guðs inn í fjölskylduhringinn. Hvar sem við tilbiðjum Guð, ætti það ávallt að vera með það í huga að mæta Guði. Þegar spámaðurinn Jesaja var staddur í súlnagöngum musterisins, sagði hann: „Ég sá Drott- in sitjandi á háum og gnæfandi veldisstóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn.“ Jes. 6, 1. Spámaðurinn þekkti hina fornu helgisiði, sem auðugir voru að formi, litum og tónum. Tilbiðjendunum var þetta skoðunar- spil vel kunnugt, samt var það hrífandi — en heldur ekkert umfram það. En Jesaja hafði gengið með Guði og var því næmur fyrir andlegum verðmætum. Honum birtust nú skyndi- lega hin andlegu verðmæti, er voru að baki ytri viðhafnar. Mikilvæg andleg reynsla er ávallt einstaklingsbundin. Á þessu hátíðlega augnabliki var Jesaja einn með Guði. Þegar við mætum Guði, sjáum við djúp okkar eigin áverðug- leika en öðlumst nýjan skilning á kærleika Guðs. Mikilleiki Guðs kallar okkur til guðsþjónustu. Þegar allur söfnuðurinn sameinast í bæn, hreinsast hugarfar einstaklingsins, og smá- vægilegir agnúar eru gleymdir og fyrirgefnir. Andi Guðs fær yfirráð. í slíkum félagsskap hlýtur hinn huglausi nýja djörf- 41

x

Bænavikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.