Bænavikan - 04.11.1972, Page 46

Bænavikan - 04.11.1972, Page 46
Trúin traust akkeri Hjálpræðisvon okkar er akkeri sálarinnar. Það er traust og öruggt, þegar það nær inn fyrir fortjaldið. Sú sál, sem hefur akkeri sitt í Kristi, haggast ekki hvað sem á gengur. „Hversvegna efaðist þú?“ sagði Kristur við hinn sökkvandi Pétur. Sömu spurningu má leggja fyrir okkur. Hví vanheiðrum við Guð með vantrú okkar? Guð hefur lofað því að veita okkur þann styrk, er geri okkur fær um að standast. Biblían veitir okkur næga ástæðu til trausts og öryggis. Þess vegna getum við sagt með djörfung, en þó í auðmýkt: Drottinn mun hjálpa mér, þess vegna mun ég ekki bifast. Líf mitt er fólgið með Kristi í Guði. Hann lifir, og ég mun lifa. Gerum Guði það heit, að við vanheiðrum hann ekki með kjarkleysi og vantrú. Ef við tölum orð trúar, mun trú okkar vaxa. Lokið dyrum vantrúarinnar, en ljúkið upp dyrum trúar og djörfungar. Bjóðið himneska gestinum inn í musteri sál- arinnar. Látum hvert orð, er við tölum eða skrifum, bera vitni um óhagganlega trú. Persónulegur vinur Hugsum ekki að Jesús sé vinur einhverra annarra en ekki okkar. Gerðu þér grein fyrir því að Jesús elskar þig. Þá munu ský kjarkleysis og myrkurs hverfa, og við munum syngja Drottni lofsöng í hjörtum okkar. Við getum hrósað sigri í Guði dag hvern og glaðst yfir þeirri sannreynd, að himininn er hlutdeild okkar vegna friðþægingar Jesú og réttlætis hans. Sá sem treystir þessu, getur hjálpað öðrum að skilja að hjálp þeirra er í Guði — að þeir geti flúið til Krists og gert tilkall til þeirrar vonar, sem fagnaðarerindið veitir. Þú þarft aldrei að vera einmana. Englar eru þér við hlið. Huggarinn, sem Jesús hét að senda, dvelur hjá þér. Kristur sagði: „Þér eruð ljós heimsins.“ Það er hlutverk þitt að láta ljósið skína stöðugt og skært. Á stund myrkurs — undir óhagstæðum kringumstæðum — getur hinn trúaði stuðst við uppsprettu alls ljóss og máttar. V'on hans og djörfung getur endurnýjast frá degi til dags. „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ í þjónustu Guðs þarf enginn að vera haldinn hugleysi, hiki eða ótta. Guð mun meira en uppfylla einlægar vonir þeirra, sem honum treysta. Hann mun 44

x

Bænavikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.