Bænavikan - 04.11.1972, Page 47
einnig gefa þeim þá vizku, sem breytilegar þarfir þeirra út-
heimta.
Okkur ber að rækta þá trú, sem spámenn og postular hafa
vitnað um —trú, sem gerir tilkall til fyrirheita Guðs og væntir
hjálpar hans á þeirri stundu, er honum þóknast.
Himininn bíður okkar og kóróna lífsins. En launum hans
er einungis heitið, þeim er sigra. Himininn munu þeir einir
öðlast, sem íklæddir eru klæðum réttlætisins. „Hver sá, er
hefur þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig eins og hann er
hreinn.“ 1 lyndiseinkunn Krists var ekkert ósamræmi. Þannig
verðum við einnig að verða. Líf okkar verður að stjórnast
af þeim meginreglum, er stjórnuðu lífi hans.
Kristur á heimilum okkar
Beinum við sjónum okkar að hinni fullkomnu fyrirmynd,
eða látum við undan síga? Við þurfum að hafa þá trú, er
starfar í kærleika og hreinsar hjartað. Kristur verður að
dvelja á heimilum okkar. Án hans hjálpar megum við ekki
vera. Hann segir: „Þér eruð Ijós heimsins." Hann hefur sam-
einað börn sín í söfnuði, svo að hann geti kennt þeim að hafna
heiminum og búa sig undir himininn. Hann kom hingað til
þess að hefja menn upp frá niðurlægingu syndarinnar og gera
þá hæfa fyrir himininn. Hvað meira gæti hann gert fyrir
okkur? Og hvernig fáum við undan komizt, ef við vanrækjum
slíkt hjálpræði?
Allir, sem vilja, geta sigrað. Við skulum alvarlega keppa
að því marki, sem oss er fyrir sett. Kristur þekkir vel veik-
leika okkar, og til hans megum við daglega leita um hjálp.
Við þurfum ekki að öðlast kraft fyrir ókominn tíma. Okkur
ber að sigra frá degi til dags.
í þessu lífi ber okkur að undirbúast fyrir himininn. Þetta líf
er vetur hins trúaða. Naprir vindar mótlætisins leika um okkur,
og bylgjur erfiðleikanna rísa andspænis okkur. En þegar Jesús
kemur, mun hryggð og andvarpan flýja. Þá kemur sumar hins
trúaða. ,,Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og
aauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né
kvöl er framar til, því hið fyrra er farið.“
45