Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 6

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 6
6 LÆKNANEMINN mun lengri tíma eftir ákveðnum manni. Hópstarf byggist náttúr- lega á því, að menn hafi ákveðinn samstarfsvilja og séu reglusamir, því eins og kunnugt er, þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð. Það er því ef til vill æskilegt, að til hópstarfa hérlendis veljist, að minnsta kosti í fyrstu, kunnugir menn, sem vilja starfa saman, því hlutir sem þessir eru alltaf erfiðari í mótun, heldur en þegar fast form er komið á þá. Hópstarf býður upp á fjölmarga kosti, bæði hvað snertir bætta þjónustu við sjúkl- ingana og aukna möguleika á framhaldsmenntun og frítímum fyrir læknana. Enda verði sjúkl- ingahópurinn miðaður við það, að jafnan sé einhver læknanna í fríi, hvort heldur er til menntunar eða skemmtunar, sé starfshópurinn nægilega stór. Hér á ég við, að starfi t.d. sex læknar saman í hópi, þá annist þeir sjúklingahóp, sem mátulegur er fimm læknum. Með þessu fyrirkomulagi hefur hver þeirra tveggja mán. frí á ári, en það er einmitt talið heppilegt, að læknar starfi tíu mán. á ári hverju, tveir mán. fari í frí og öflun meiri þekkingar. Með þessu móti losna læknar einnig við hin sífelldu vand- ræði við útvegun staðgengla. I hverju er hin bætta þjónusta við sjúklingana fólgin? M.a. í því aðhaldi, sem lækn- arnir fá hver frá öðrum og hvetur þá til betri vinnubragða. T.d. má byrja hvern morgun með stuttum samræðufundi, þar sem hver lækn- ir skýrir stuttlega frá, hverjir sjúklinganna leituðu til hans dag- inn áður og hverjar voru kvartanir þeirra og úrlausnir hans. Þá er einnig upplagt, að læknarnir leggi mismunandi áherzlu á hinar ýmsu greinar læknisfræðinnar, og með því móti verður þekking hópsins miklu meiri en hvers einstaks, þó enginn sé sérfræðingur. Þetta er einkum mikilvægt úti á lands- byggðinni, því það er ekkert grín að senda sjúkling um langan veg til sérfræðings í Rvík, ef „indica- tionin“ er vafasöm. Það er bæði tímafrekt og dýrt. Hópstarfi almennra lækna má koma á hérlendis í öllum stærri kaupstöðum landsins. Þá má einnig koma á hópstarfi, eða vísi að því, miklu víðar úti um byggðir landsins, ef héruð verða færð sam- an og byggt upp það, sem kallað hefur verið læknamiðstöðvar eða heilsugæzlustöðvar', hvort heldur menn vilja nefna það. Til þess að glöggva sig betur á, hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi í þessum efnum hérlendis, hef ég mér til gamans endurskipulagt læknishér- uð landsins í því skyni, að koma mætti á hópstarfi lækna sem víð- ast. Ég vil taka fram, að hér er aðeins um lauslega tillögu að ræða, aðeins til að menn fái betri yfirsýn yfir efnið. Þá vil ég einnig taka fram, að ég held, að víða megi færa héruðin meira saman en hér er gert, en með þessum til- lögum er víða komið til móts við þá hugarsýn, sem lengst af hefur hindrað allar heilbrigðar umræð- ur um endurskipulagningu læknis- héraða hér á landi. En sú hugar- sýn er kona í barnsnauð í stórhríð og læknirinn að brjótast til henn- ar fótgangandi. Greininni fylgja tvö kort af landinu og sýnir mynd I læknis- héraðaskipanina, eins og hún er nú, en mynd II sýnir tillögu mína. Ég geri yfirleitt ráð fyrir einum lækni fyrir þúsund íbúa úti á landsbyggðinni, og tel það ekki of mikið, miðað við þá þjónustu, sem læknum þar er ætlað að inna af hendi. Á fjölmennustu þéttbýlis-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.