Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 7

Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 7
LÆKNANEMINN 7 svæðunum, Reykjavík og Akur- eyri, er gert ráð fyrir allt að helm- ingi fleiri læknum fyrir sama íbúa- fjölda, enda fer þar fram öll meiri- háttar læknisþjónusta, sem krefst sérfræðimenntunar. Þessir staðir þjóna því öllu landinu í því tilliti. Ég vil þá vísa til kortsins og skýra hugmyndina nokkru nánar með því að lýsa hverju héraði stuttlega. 1. Reykjavíkurhérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Reykja- víkurhérað, Kópavogshérað og Hafnarfjarðarhérað að frádregn- um Vatnsleysustrandarhreppi. íbúar um 100 þús. Með þeirri heil- brigðisþjónustu, sem nú er rekin á þessu svæði, þarf um 200 lækna til að fylla allar stöður. 2. Álafosshérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Álafosshérað. f þessu héraði eru nú um 2 þús. íbúar og með þeirri starfsemi, sem rekin er á Reykjalundi, er þarna nægt verkefni fyrir 3-4 lækna. 3. Akraneshérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Akraneshérað. Þetta hérað hefur nú hátt á 5. þús. íbúa, og með þeirri aðstöðu, sem búið er að byggja upp á Akranesi, eru þarna næg verkefni fyrir 5 lækna. 4. Borgameshérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Klepps- jámsreykja- og Borgarneshéruð að viðbættum Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu. Þetta er víðlent sveitahérað með eitthvað á 4. þús. íbúa og því næg verkefni fyrir 3 lækna. 5. Ólafsvíkurhérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Ólafs- víkurhérað. Þetta hérað er fá- mennt, innan við 2 þús. íbúar. Hins vegar er íbúaf jöldi á svæðinu vax- andi og því engin goðgá að gera þama ráð fyrir tveim læknum. 6. Stykkishólmshérað: Nær yf- ir sama svæði og núverandi Stykk- ishólmshérað, að frádregnum Miklaholtshreppi og Búðardals- hérað, að undanskildum Klofn- ings-, Skarðs- og Saurbæjarhrepp- um. Þetta er hérað með tæpl. 3 þús. íbúa og á að geta borið 3 lækna, enda er sjúkrahús í Stykk- ishólmi. 7. Reykhólahérað: Nær yfir sama svæði og núverandi Revk- hólahérað að viðbættum Klofn- ings-, Skarðs- og Saurbæjarhrepp- um í Dalasýslu. Þetta er fámennt sveitahérað með um 700 íbúa og bæri aðeins einn lækni. 8. Patreksf jarðarhérað: Nær yf- ir sama svæði og Vestur-Barða- strandasýsla og hefur því rúma 2 þús. íbúa og ber 2 lækna. 9. Flateyjarhérað: Nær yfir sama svæði og Vestur-ísafjarðar- sýsla, hefur milli 18 og 19 hundr- uð íbúa og ber 2 lækna. 10. ísafjarðarhérað: Nær yfir sama svæði og Norður-ísafjarðar- sýsla og ísafjarðarkaupstaður, hefur um 4.700 íbúa og gæti borið að minnsta kosti 5 lækna með myndarlegu f jórðungssjúkrahúsi á ísafirði. 11. Hólmavíkurhérað: Nær yfir Strandasýslu alla. Þetta hérað hef- ur um 1500 íbúa, en þar sem byggð virðist þar heldur í samdrætti, er ekki hægt að gera ráð fyrir nema einum lækni. 12. Blönduóshérað: Nær yfir Húnavatnssýslur báðar, hefur tæp 4 þús. íbúa, og þar ætti að vera nægt verkefni fyrir 4 lækna. 13. Sauðárkrókshérað: Nær yfir Sauðárkrók og alla Skagafjarðar- sýslu að frádregnum þrem nyrztu hreppunum, það er Fells-, Haga- nes- og Holtshreppum, Þetta hér- að hefur 4 þús. íbúa, og ættu þar að vera næg verkefni fyrir 4 lækna.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.