Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 11

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 11
LÆKNANEMINN 11 vera eitt furðulegasta embættis- mannakerfi í heiminum. Ég álít að borgarlæknisembættið í Reykjavík geti alveg eins annað embættis- rekstrinum fyrir 100 þús. íbúa Stór-Reykjavíkur eins og fyrir 80 þús. innan borgarmarkanna. Ég hef alls staðar gert ráð fyrir einu læknissetri (einni læknamiðstöð) í hverju héraði, nema á Reykjavík- ursvæðinu og e.t.v. á Akureyri. Á Rvk-svæðinu tel ég eðlilegt, að al- menn læknisþjónusta fari fram í ca. 10 læknamiðstöðvum ,sem séu í hinum ýmsu borgarhverfum og læknarnir skiptist síðan á vöktum fyrir hverfið. Með þessu móti er hægt að losna við það fáránlega skipulag, sem nú ríkir á sviði kvöld-, nætur- og helgidagalækn- inga hér í Reykjavík. Það væri freistandi að ræða hér- aðaskipanina nánar og rökstyðja hugmyndina betur, en til þess er ekkert rúm hér. Ég vil þó aðeins geta þess, að skipulagningin sums- staðar byggist á vegaframkvæmd- um, sem nú er unnið að, eða eru á döfinni í náinni framtíð. Enda er víst engin von til þess, að skipu- lag þetta komi til framkvæmda á morgun. Þá vil ég enn geta þess, að gert er ráð fyrir, að í þéttbýlis- kjörnum víðlendra héraða verði lækningastofur utan læknamið- stöðvanna sjálfra. Kemur þá læknir frá miðstöðinni og annast þar læknisþjónustu svo oft sem þörf krefur, hvort heldur það er daglega eða vikulega. Að lokum vil ég leggja áherzlu á, að það er mjög aðkallandi, að heilbrigðisstjórnin endurskipuleggi læknishéruð landsins með upp- byggingu læknamiðstöðva í huga. Slíkt mundi spara óþarfa fjárútlát til staða, sem ekki verða læknis- setur í framtíðinni, en fjármagn- inu eingöngu beint á staði, sem byggja skal upp í þessu skyni. Ekki mun of mikið fé til þessara framkvæmda, frekar en annarra í heilbrigðismálum. AMERfSK STARFSFRÆÐSLA. I „fornleifa“-rannsóknum í lesstofu læknanema fannst nýlega bók að nafni „Career Opportunities“, leiðarvísir um námsgreina- og starfs- val, gefin út af Career Information Service, Life Insurance Company, N. Y., svo Ijóst er, að ekki hafa allir viljað ana fyrirhyggjulaust út í lífið. Birtast hér nokkrar setningar úr hinni kjarnyrtu bók. Eru þær úr kaflanum um læknisfræði: „The kind of youngster which dogs and little children instinctly trust on gives promises of future doctor.... It will be well to have a strong robust body.. For many reasons you should have idealism, but especially so that people believe you and believe in you.. I know no other work which gives such soulfilling and life long satisfaction .. I know no other profession that can give a parent so much pride in the achievement of his son or daughter .

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.