Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Page 13

Læknaneminn - 01.09.1966, Page 13
LÆKNANEMINN 13 Dr. medL fjunnlaugur Snædal: Ber að leggja niður kandidatsstöður ? Inngangur. Svo sem læknastúdentum er kunnugt, hafa margvíslegar at- huganir verið gerðar á framtíðar- skipulagi læknaþjónustunnar bæði á siúkrahúsum og utan þeirra, og miklar umræður farið fram um þau málefni. Hafa heilbrigðisyfir- völd og læknasamtök nálægra landa, látið sér mál þessi miklu skipta á síðari árum, og víða kom- ið fram athyglisverðar tillögur um brevtingar, bæði á skipulagi læknisþjónustu og undirstöðu hennar, læknanáminu. Góð læknisþjónusta verður einungis veitt af vel menntaðri læknastétt, sem vinnur við góðar aðstæður og nýtur fullnægjandi aðstoðar sérmenntaðs fólks, svo sem hiúkrunarkvenna, ljósmæðra, rannsóknarfólks og svo frv. liftiivd læknanáms. Læknanám er að jafnaði það lengsta, erfiðasta og kostnaðar- samasta, sem blasir við ungum stúdent, er hann stígur inn fyrir dyr Háskólans. Þróun læknisfræð- innar er ör og kröfur, sem gerðar eru til lækna, vaxa stöðugt. Þessi staðreynd hefur í för með sér, að námið þyngist að mun með hverj- um áratug, sem líður. Miög hefur það þótt loða við læknadeildir, eins og aðrar gamlar stofnanir innan háskólakerfisins, að þær hafa með nokkurri tregðu mætt þróun tímans. Þær hafa fremur tekið það ráð að bæta við fleiri greinum, lengja og þyngja kennslubækur í hverri grein, en að brevta tilhögun kennslunnar, strika út óbarfan fróðleik og skipulevgia bóklegt og verklegt nám. eftir kröfum tímans. Eðlileg afleiðing þessarar tregðu gagnvart breytingum, hef- ur vitanlep'a revnzt sú. að námið hefur verið gert torveldara en börf væri á með bættu skinulagi. Þegar sama þróun hefur átt sér stað á menntaskólastipinu, er von að raddir verði sífellt háværari um gagnvera endurskoðun alls náms- ins. Þrátt fvrir miög aukið að- hald í námi, hvað tímalengd snert- ir op að ástundun læknanema við námið sé sennilega betri og iafn- ari en áður va.r, er læknakandidat- inn í dag eldri en kollegar hans voru fvnir einum til tirpím ára- tugum. Er hér að sjálfsögðu miðað við sambærilegan aldur við upn- haf náms í Menn+a.skóla og að ekki hafi orðið óeðlilegar tafir á námsferlinum. Huvsanleg stvtting námsins. Fullvíst má telja, að með bættu skinulegi megi auðveldlega ná aftur hluta af þeim tíma, sem námið hefur lengzt um, án þess að draga svo nokkru nemi úr

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.