Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Qupperneq 22

Læknaneminn - 01.09.1966, Qupperneq 22
22 LÆKNANEMINN eru vafaatriðin mörg, en mega læknar trúa hverju sem er eftir embætt- ispróf? Má t. d. læknir hafa slíka ótrú á anticoagulantiameðferð, að hún sá ekki gefm sjúkl. með greinilegan thrombophlebitis profunda cruris og einkenni um embolia pulm. (kir. inngrip ekki fyrirhugað, engar augliósar kontraindicationir) ? Það er tæpast spurning um oftrú eður vantrú, þegar rætt er um abortio criminalis. Það er kannske miklu fremur spurning um trú. Því efni eru annars gerð mjög góð skil í „British Medical Journal“, nóvember- eða desemberhefti frá árinu 1965, og eru menn hvattir til þess að lesa greinina, sem heitir „The fifth freedom". Læknablaðið íslenzka hefur verið heldur óhressilegt blað og ljóst vitni litlum vilia til samstarfs og sameiningar um málgagn stéttar- innar í „The New England Journal of Medicine", 10. tbl. marz 1966, er fróðleg grem eftir bandarískan lögfræðing. sem fjallar um, hvernig brezk heílbrigðisyfirvöld reyna að halda uppi lögum og eftirliti með starfshæfni lækna sinna. Þar segir m. a. frá því, hvernig læknir er sendur til leiðbeiningar þeim læknum, sem skrifa út óhóflega mikið af dvrum lyfium eða vafasömum, hvernig læknasamtökin brezku snérnst gegn viðleitni heilbirgðisyfirvaldanna til þess að bæta „stand- ard“ almennra lækna með launamismunun. Þar segir einnig frá, hvernig sjúklingar geta náð rétti sínum, ef á þeim er brotið af lækn- um og hvernig læknasamtökin bregðist við slíkum málum. Grein hlið- stæð þessari mundi hæfa betur í læknablaðinu, heldur en leiðinlegar fundargerðir. Fundargerðirnar mega raunar alveg missa sig úr blað- inu og er mönnum engin vorkunn að sækja fundi og heyra þær lesnar. Læknafélögin líða einnig undan félagslegum vanþroska meðlima sinna. Kemur það skýrast fram í litlum áhrifum og virðingu L. 1., en bað seudir varla frá sér þá áskorun eða tillögu, að hún sé ekki hunzuð af vfirvöldunum. Dóms- og kirkjumálaráðherra skipar t. d. ennþá í embætti lækna. Hér að framan hefur verið drepið á ýmislegt, en það er þó ekki nema ein skvetta þess uppistöðuvatns, sem ræsa þyrfti fram. Eftir farandi tillögur eru tilraun til áframhaldandi austurs: Landlæknisembættið verði tekið til rækilegrar endurskoðunar. Læknishéruðin verði á einhvern hátt sjálf gerð ábyrg fyrir heil- brigðis- og læknisbjónustu í héruðunum. Snítalar starfi meir en nú er sem sjálfstæðar stofnanir. Hver eiuasti læknir á landinu sé skyldaður til þess að birta grein í Læknablaðinu, faglegs efnis, á 5 ára fresti að minnsta kosti. Komið verði með einhverjum hætti í veg fyrir, að unglingar dreif- býlisins fái fyrri falska góminn sinn í fermingargiöf. Að endingu er rétt að minna á, að það er ekki lengur tími nátt- trölla og huldufólks meðal almennings. Læknar þurfa heldur engra galdra við né geislabaugs um höfuð. Blómaskeið primadonnunar er á enda. Það er kominn tími óþvingaðra samskipta og opinskárra umræðna. Það er bezta vörnin gegn kyrrstöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.