Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 27

Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 27
LÆKNANEMINN 27 sinni á þeim áreitum (stimuli), sem prófið samanstendur af, end- urspeglast meginþættirnir í sálar- lífi hins prófaða að honum óvit- andi. Áreiti Rorschach-prófsins, sem lögð eru fyrir prófaða, eru 10 blekklessur, mismunandi lagaðar og litaðar, en þær hafa það sam- eiginlegt, að þær eru ekki af neinu, þær eru aðeins blekklessur. Próf- aða er sagt, að fólk geti fundið ýmislegt út úr þessum myndum og hann beðinn að segja allt, sem hann geti fundið út úr hverri um sig. Svör prófaða eru síðan metin eftir kúnstarinnar reglum og við endanlega túlkun þess er dregin upp heildarmynd af byggingu persónuleika hans og veikleikum á öllum sviðum sálarlífsins, hugsun, tilfinningum, hvötum, tengslum við raunveruleikann, aðlögun, samskipti við annað fólk, o. s. frv. Að baki þessu prófi liggja að sjálfsögðu margar tilgátur og kenningar og geysilega umfangs- miklar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu prófi. Greinar og bækur um prófið skipta orðið mörgum þúsundum. Veldur þessu einkum margbreytileiki þess og sveigjanleiki og hin víða umgjörð þess. En því ber hins vegar ekki að neita, að hið víðfeðma ætlunar- verk prófsins verður á kostnað vísindalegrar nákvæmni. Túlkun prófsins byggist því að miklu leyti á klinisku innsæi sálfræðingsins. Að baki prófinu liggja í fyrsta lagi kenningar um skynjun og í öðru lagi kenningar um byggingu persónuleikans. Blekmyndirnar hafa að geyma öll meginatriði skynjunaráreita, lögun og liti, skyggingu, tón, auk þess sem prófaði getur gefið myndinni ,,líf“, dýpt, búið myndina persónu, dýrum eða hlutum eða túlkað hana á hvern þann hátt, sem hugmynda- flug hans segir til um. Fundizt hefur, að frumatriði skynhrifa, svo sem lögun, litur, skygging, hreyfing, höfða til frumeiginleika persónuleikans. Þannig má sjá, hversu góð hlutlæg skynjun hans á umheiminum er á því, hve gott form eða lögun skynmynda hans er eða að hve miklu leyti þær sam- ræmast því, sem flestir sjá. Til- finningalífið og stjórn á hvötum má sjá af meðferð hans á litum. Tilfinninganæmi og meðhöndlun hans á kvíða má sjá að nokkru af meðferð hans eða næmi fyrir skyggingu myndanna. Hið skap- andi hugmyndaflug og innsæi í eigið sálarlíf má dæma af því lífi, sem hann gefur skynmyndum sín- um. Svo mætti lengi telja. Flestir túikendur Rorschach-prófsins byggja að mestu á kenningum Freuds um persónuleikann. Af kenningum Freuds hefur þróa t útbreidd stefna í sálarfræði, orkusálarfræðin (dynamisk sálar- fræði). Flestir kliniskir sálfræð- ingar vinna að meira eða minna leyti á grundvelli þessarar stefnu. Eftir kenningum hinnar dyna- misku sálarfræði eru kerfi sálar- lífsins tvö: Hið hvatræna, sem nefnt er það (Id) og hið vitræna, sem nefnt er sjálf (Ego). Sjálfið er að nokkru leyti siðrænt frem- ur en vitrænt og er það nefnt yfirsjálf (super-ego). í upphafi eru það hin frumstæðu hvatrænu öfl, sem eru ráðandi í sálarlífinu, en heilbrigð þróun persónuleikans er á þann veg, að hin frumstæðu öfl beizlast og verða að hinum vit- rænu starfsháttum sjálfsins. Hjá ungum börnum eru hin frumstæðu hvatrænu öfl ráðandi. Orka sálar- lífsins brýzt f *am á sama hátt og hin óbeizluðu náttúruöfl. Hugsun- in er röklaus, hvatir krefjast taf- arlausrar fullnægingar. Skynjun

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.