Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 28

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 28
LÆKNANEMINN 28 á, eða aðlögun að hinum ytri raun- veruleika hefur enn ekki náð þroska. Þróun sjálfsins má líkja við virkjunarframkvæmdir, þar sem hin beizlaða sálarlífsorka er leidd í ákveðinn farveg til mótun- ar hinna ýmsu starfshátta sjálfs- ins, persónuleikans, eins og hann birtist í daglega lífinu. Þroski og jafnvægi sjálfsins eru undirstaða andlegs heilbrigðis. í taugaveiklun raskast þetta jafnvægi, í geðveiki (einkum schizophreni) hrynur hin mikla bygginga og hin hvat- rænu öfl ná yfirhöndinni á ný. Það er einkum starfsemi sjálfs- ins og viðureign þess við hin frum- stæðu óbeizluðu öfl sálarlífsins, sem er túlkunarplan Rorschach- prófsins. Starfshættir sjálfsins eru venjulega taldir sjö: 1) Sam- band við raunveruleikann, 2) stjórn á hvatalífinu, 3) samband við viðföng, 4) hugsun, 5) varnar- starfsemi sjálfsins, 6) óháð starf- semi sjálfsins, 7) samhæfingar- starfsemi sjálfsins. Hinn fyrsti felur í sér aðlögun að umhverfinu, dómgreind og hlutlægt mat, skynj- un einstaklingsins á sjálfum sér, og hversu vel hann greinir sjálfan sig frá öðrum. Annar starfsháttur- inn f jallar einkum um, hversu vel einstaklingnum tekst að umbreyta hinum frumstæðu hvatrænu öflum í þjóðfélagslega og siðferðislega viðurkennt form. Það er nefnd göfgun (sublimering). Hinn þriðji segir til um, á hvaða þroskastigi tilfinningasamband eða geðtengsl einstaklingsins eru við aðrar per- sónur, hversu hann er fær um að mynda einlægt tilfinningasam- band við aðra, eða hvort geðtengsl hans séu eingöngu sjálflæg (narcissistic), þ. e. hann sé ein- göngu þiggjandi, eða hvort geð- tengsl hans séu lítil sem engin, hann sé sjálfhverfur (autistiskur). Hinn fjórði fjallar um þroskastig hugsunarinnar; er hún röklaus, eins og hjá ungum börnum eða geðveikum, er hún eingöngu hlut- bundin (kontrekt), eða er einstakl- ingurinn fær um hina æðri tegund afstæðrar hugsunar? Hinn fimmti fjallar um þær aðferðir, sem ein- staklingurinn beitir til þess að verjast ásóknum hinna hvatrænu afla. Helztu varnarhættir eru bæling, afneitun, andhverfing, frá- varp, einangrun, réttlæting og and- svarsmyndun. Hjá taugaveikluðu fólki hleypur ofvöxtur í einhverja varnarhætti og má ráða gerð taugaveiklunarinnar af tegund varnarháttar þess, sem mest eða eingöngu er beitt. Um tvo hina síðast töldu starfshætti skal ekki fjölyrt. Tilgangur Rorschach prófsins er fyrst og fremst að meta styrkleika þessara starfshátta og samspilið á milli þeirra. Hvar liggur styrkur persónuleikans. Hvar er veikur hlekkur? Hvers eðlis eru veikleik- arnir? Hver er sjúkdómurinn ? Hverjar eru batahorfurnar ? Leit- azt er við að finna svör við spurn- ingum þessum, út frá samspili hinna margbreytilegu skynhrifa, sem fram koma í svörum próf- aðra. Prófið tekur venjulegast um 1 klukkustund, en oft er túlkun prófsins töluvert vandaverk og þarf stundum að sofa á niðurstöð- unum margar nætur, áður en hægt er að gera sér samstæða heildar- mynd af persónuleikanum. T.A.T. (Thematic Apperception Test): Þetta próf er einnig í hópi frávarpsprófa. Það samanstendur einnig af myndum, en munurinn á T.A.T. og Rorschach er sá, að þessar myndir eru af einhverju sérstöku, teiknaðar myndir eða ljósmyndir af fólki í mismunandi

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.