Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Qupperneq 35

Læknaneminn - 01.09.1966, Qupperneq 35
LÆKNANEMINN 35 mörgum tilfellum. Hver almennur læknir á að geta framkvæmt margskonar rannsóknir, ef hann hefur tæki og tíma til, auk þekk- ingar og vilja. Uppskera þess starfs kemur þó ekki greinilega í ljós fyrr en eftir áratugi. Með þetta í huga, fór Helgi fram á það við stjórn spítalans og land- lækni, að keypt yrðu ýmis tæki, sem nauðsynleg eru fyrir nútíma læknisfræði. Kom þetta að vonum flatt upp á alþýðufólk héraðsins og fulltrúa þess í stjórnum sjúkra- samlaga og spítala, en er Helgi hafði skýrt hugmyndir sínar, var gengið að flestöllum eða öllum kröfum hans. Einnig réði þar nokkru yfirvofandi læknisleysi um ófyrirsjáanlegan tíma. Þótt undarlegt megi virðast, var land- læknir mun þyngri í þessum samn- ingum. Starfsaðstaða í Hvammstanga- héraði er nú að mörgu leyti með ágætum. Skal nú telja upp helztu breytingar: Aðstoðarlæknir á góðum laun- um. Hjúkrunarkona, sem er til að- stoðar á stofu, sem auk þess gerir minni háttar rannsóknir, s. s. smá- sjárskoðun á þvagi, blóðrannsókn- ir o.fl. Auk þess hefur hún með höndum vélritun. Mun þetta eina dæmið hér á landi um, að hjúkr- unai kona starfi á stofu hjá héraðs- lækni. ,,Diktafónn“ var keyptur, og lesa læknar inn upplýsingar um sjúklinga, nýjar og gamlar. Þessar upplýsingar vélritar hjúkrunarkon- an á sérstök sjúkraskýrslublöð, á nýja ritvél. Sjúkraskýrsla hvers sjúklings er merkt með þjóðskrár- númeri hans, og er send með hon- um í lokuðu umslagi, t.d. ef hann fer til læknis, eða á spítala í Rvík. Er þarna í fyrsta skipti fram- kvæmd gömul hugmynd Lækna- félags íslands. Er gert ráð fyr- ir, að þessar sjúkraskýrslur fylgi hverjum manni við flutning milh héraða og komi í hendur viðkom- andi héraðslæknis. Skápar voru keyptir undir sjúkraskýrslur og spjaldskrá, og standa þeir í við- talsstofu læknis. Hitaskápur hef- ur verið fenginn, til að rækta í bakteríur og gera næmispróf, ís- skápur, til að geyma í sýni, sem senda á til Reykjavíkur, þegar ferð fellur, og til að varðveita í næm lyf og bólusetningarefni. Recto- scopiu-sett, smásjá og skilvinda hafa verið keypt. Auk þess voru lækningastofur málaðar og búnar góðum húsgögnum, keyptur nýr skoðunarbekkur, skoðunarlampi og nokkur nauðsynleg smáverk- færi. Kvenfélagið, sem fyrir nokkr- um árum gaf hjartarafrita, hefur nýlega boðizt til að kaupa sjúkra- bíl og er von á honum bráðlega. Helgi Þ. Valdimarsson hefur unnið þarna merkilegt brautryðj- endastarf, og lagt í það mikla vinnu. Þetta hefur kostað mikið fé, en fólkið hefur skilið tilgang- inn og kunnað að meta árangur- inn. Sem dæmi um hann má nefna, að fyrir 1 ári var vitað um 2 sjúkl- inga með diabetes mellitus í hér- aðinu, en nú 12. Hér var raunar um markviss vinnubrögð að ræða, því að ,,statistik“ sýnir að 1 af hverjum 100 hefur þennan sjúk- dóm og mátti gera ráð fyrir 15- 17 í héraðinu. Þessi starfsemi var ekki hafin með viðhöfn og engar ræður voru fluttar. Sendimenn frá ráðuneyt- um voru hvergi nærri. En ungir læknar og stúdentar hafa starfað þarna í 1-3 mánuði hver, og er það betri vísbending en nokkur viðhöfn um að þessar hugmyndir eru lífvænlegar og eigi erindi til yngri manna í röðum lækna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.