Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 38

Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 38
88 LÆKNANEMINN Þessir sjúklingar eru oft óhafandi ann- ars staðar en á sjúkrahúsum eða hjúkr- unarhælum. Horfur eru slæmar, en ekki vonlausar. Eingöngu geðlæknar eiga að annast meðferð þeirra, sem að miklu leyti er lyfjameðferð, en miklar fram- tíðarvonir eru tengdar við psykofar- maka og ekki að ástæðulausu, þegar litið er til þróunar síðustu ára á þessu sviði. Sú psykiatria, sem kennd er við læknadeildina er því nær eingöngu psykiatria major. Psykiatria minor. Hér er taugaveiklunin efst á blaði, svo og skapgerðargallar og allskyns andleg vandamál, svo sem hin vinsæla ,,de- pressio mentis" o. m. fl. Þessir kvillar eru mjög mismunandi svæsnir. Sumir þeirra afmarkast mjög ógreinilega frá eðlilegum fyrirbærum sálarlífsins, enda er tíðnin mikil eins og kunnugt er. „Taugarnar" eiga oft mjög ríkan þátt í almennum kvörtunum fólks, gera úlf- alda úr mýflugu eða öfugt, draga úr þreki og mótstöðuafli, torvelda grein- ingu líkamlegra sjúkdóma, og eru senni- lega hrein orsök sumra þeirra. Menn gugna í streitunni, hopa frá átökum lifsins inn í vítahring taugaveiklunar- innar, en ,,sjúkdómsávinningur“ hennar er ævinlega endurkrafinn með okur- vöxtum. Og þar eð prestarnir virðast úr leik eru þessi „paraklinisku" vanda- mál borin upp við hinn almenna lækni, sem of oft er tímanaumur og naumast úrræðabetri en hver annar góðgjarn maður, nema þá að því leyti að hann getur skrifað recept upp á pillur, sem því miður virðast stundum vafasamur flótti læknis og sjúklings frá vanda- málinu. Hér má skjóta því að til að fyrir- byggja allan misskilning, að kenningar Frankls varða nær eingöngu psykiatriu minor. Bæði þær og margt fleira bendir til þess, að öll viðhorf og aðferðir í psykiatriu minor séu nú í deiglunni og miklar endurbætur framundan. A. m. k. er það von margra, sem ekki eru ánægð- ir með núverandi ástand. 1 JAMA, marz '64, bls. 946, segir svo: „Psychiatry and psychoanalysis to day have not lived up to their well-advertised and hoped for promise. . The cyclic search for new and better technique and theories has led into neighbouring disciplines, to the extend that the question is asked whether psychiatry has nothing that it can call its own“ (Roy Grinker). 1 bókinni „Revolution in Psychiatry" hvetur Ernest Becker til „. . reconstitu- tion of psychiatry as we now know it; to merge into a broad combined science of man in society.. The target is the narrow medical view of human ills ..“. Það er meira um vert að vera „human" heldur en „normal". Rudolf Allers segir m.a.: „More and more it has become evident to me that theory, as well as practice in psychiatry, depends to a large extend on the general ideas of human nature that prevail in the successive phases of history .. For the manner in which the psychiatrist conceives of his problems and his task depends, whether he be aware of it or not, on the manner in which he con- ceives human nature. But to develop such a view pertains ultimately to philosophy. No wonder then, that the relations between psychiatry and philo- sophy have become closer“. Frankl og margir kollegar hans hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá heim- speki samtímans. Um þau efni er auð- vitað til geysimikið úrval heimildarrita. Af stuttum og skemmtilegum bókum má nefna: Karl Jaspers: Einfuhrung in die Philosophie, 1949. Er til í danskri og enskri þýðingu. Johannes Slak: Existentialisme, Ber- lingske Forlag, Kbh. 1964. Rudolf Allers: Existentialism and Psychiatry, American Lecture Series (Thomas) 1961. V. E. Frankl: Pathologie der Zeit- geistes, 1955. Er til í norskri þýðingu. Paul Tillich: Courage to Be, Fontana Library 1964. Hvað viðfangsefni snertir hefur psykiatrian mikla sérstöðu innan lækn- isfræðinnar. Psykiaterinn sinnir senni- lega æ minna hinni líkamlegu læknis- fræði, en consulterar fremur aðra lækna, sem hann starfar í nánum tengslum við. Sú spurning hefur því oft heyrzt, hvort psykiatriumnám ætti ekki að vera laustengdara læknisfræði- náminu en nú er. Eflaust er mjög gott, að psykiaterinn sé sem fullkomnastur læknir, en væri ekki enn gagnlegra að hann nýtti betur þau ár ævinnar, sem bezt eru fallin til náms og starfsundir- búnings, verði minni tíma til náms í al- mennri læknisfræði, hæfi fyrr nám og starf í sinni sérgrein og næði þar lengra en ella?

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.