Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 41

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 41
LÆKNANEMINN U Kristbjörn Tryggvason, yfirlæknir: Um hrjóstamjólk Fyrirlestur haldinn á námskeiði héraðslækna í sept. 1965. (Nokkuð styttur). Frá því ég byrjaði að starfa að barnalækningum hér á land, hefi ég verið talsmaður þess, að börn okkar væru nærð á móðurmjólk fyrstu mánuðina, sem þau lifa. I fyrstu mótaðist þessi skoðun mín af reynslu annarra, sem eðlilegt var. Mér fannst frá byrjun, að þeir, sem héldu fram móðurmjólk- inni hefðu mun sterkari rök en hinir, og af áratuga reynslu hefi ég líka sannfærzt um, að ég hefi valið réttu leiðina. Ef við athugum nú mjólk ýmissa spendýra, kemur fljótlega í ljós, að mjólkin er mjög mismunandi. Ungarnir eru mismunandi að stærð og vaxtarhraðinn mjög mis- munandi og ýmsar ytri ástæður gjörólíkar. Öllum þessum viðhorf- um þarf að mæta á réttan hátt og það gerir móðir náttúra með því að hafa mjólkina mjög ólíka, bæði að magni og samsetningu. Þótt fyrsta næring allra spendýra sé nefnd mjólk, er hún svo ólík hjá hinum ýmsu tegundum, að sjaldan er hægt að fóðra unga einnar teg- undar á mjólk annarrar, án þess að vandræði hljótist af. Sem dæmi um mismuninn mætti nefna pro- teininnihald mjólkur. Tökum sela- mjólkina, hún hefir 11,3% protein. Selurinn lifir við þær aðstæður, að hann getur aðeins gefið unga sín- um mjólk í 11—12 daga, en á þess- um tíma tvöfaldar hann fæðingar- þunga sinn. Konumjólkin inniheld- ur allt að 10 sinnum minna protein- magn, en ungbörn þurfa líka 10 sinnum lengri tíma til að tvöfalda fæðingarvigtina. Kúamjólk inni- heldur rúmlega 3% protein, enda er vaxtarhraði kálfa í hlutfalli við það. Svona má lengi telja og sýna fram á mismunandi magn annarra efna líka. Enda kemur í ljós, að öll spendýr fóðra unga sína á eig- in mjólk. Maðurinn er eina spen- dýrið, sem brýtur þessi lög náttúr- unnar með því að fá lánaða mjólk frá öðru spendýri og um það mun ég ræða nokkuð. Hér á landi sem annars staðar hefir gengið á ýmsu með brjósta- gjöf. Stundum hefir hún verið í tízku og flestar konur gefið brjóst. í annan tíma hefir brjóstamjólkin verið talin mesti meinvaldur og gjörsamlega óhæf sem barnafæða. Fyrir miðja 19. öld var þessi raun- in á hér á landi og voru svo að segja öll börn alin á kúamjólkur- blöndu eða bara rjómablöndu og á þeim árum var ungbarnadauði frá 40 og upp í 67% lifandi fæddra. En um miðja öldina breyttist þetta aftur og sennilega var orsökin sú, að Jón Thorstein- son, landlæknir, skrifaði lítið kver um meðferð ungbarna og þar gerð- ist hann m. a. talsmaður brjósta- mjólkurinnar og það brá strax við, að mæður fóru almennt að gefa brjóst. Árangurinn lét ekki á sér standa, barnadauði minnkaði á næstu áratugum um meira en

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.