Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 45

Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 45
LÆKNANEMINN 45 er í samband við bráðan sjúkdóm í kviðarholi er verkur, samfara ýmsum öðrum, svo sem ógleði eða uppköstum, truflun á hægðum eða hita. Verki í kviðarholi má tíðast rekja til sjúkdóma í meltingar- eða þvagfærum og eru sagðir stafa annaðhvort eða samtímis af út- þenslu þeirra, vegna rennslishindr- unar á saur eða þvagi eða af bólgu- breytingum í vefjum viðkomandi líffæra. Verkir frá líffærum kvið- arhols eru venjulega í fyrstu stað- settir í miðlínu, en þegar bólgan breiðist út í lífhimnu kviðveggjar verður verkurinn sárari og stað- settur yfir hinu sýkta líffæri. Glöggt dæmi um þetta sjáum við í botnlangabólgu, þar sem verk- irnir eru í fyrstu við naflann, en síðar neðantil hægra megin. Þá er að gera sér grein fyrir, hvort verk- irnir koma í köstum með litlu milli- bili, eins og við intussusceptio eða eru stöðugir, en mismunandi sárir, eins og við bráða botnlangabólgu eða hernia incarcerata, hvort verk- ina leggur til annarra líkamshluta, eins og stundum í nýrnaverkjum, þar sem þeir byrja öðru hvoru megin við hrygg, í angulus costo- vertebralis og leggur síðan niður í nára, kynfæri eða innanverð læri. Ælur og einstaka uppköst er al- gengt að sjá hjá börnum á fyrstu vikum og mánuðum, án þess að nokkur sjúkdómur liggi þar á bak við og þarf þetta ekki að valda neinum áhyggjum, ef engin önnur sjúkdómseinkenni eru til staðar og börnin taka eðlilegum framförum. Á hinn bóginn eru uppköst al- gengt einkenni við ýmiss konar veikindi hjá börnum, t. d. sýkingar í efri loftvegum og gefa ekki ástæðu til gruns um bráðan sjúk- dóm í kviðarholi nema einhver önnur einkenni séu þaðan, svo sem verkir, eymsli eða truflun á hægð- um. Leitað er eftir upplýsingum um, hvort barnið hafi haft hita, hve lengi og hve háan og dugar ekki að sætta sig við neinar ágizkanir í þeim efnum, því oft er það svo, að foreldrar fullyrða að barnið hafi verið hitalaust, þó það hafi aldrei verið mælt. Spurt er um hægðir, tíðni þeirra og útlit. Um öll þessi einkenni er nauð- synlegt fyrir lækninn að fá sem gleggstar upplýsingar, til þess að hann, eftir að skoðun og öðrum rannsóknum er lokið, geti dregið réttar ályktanir. Skoðun: Æskilegt er að sjúkl- ingurinn sé sem rólegastur meðan á skoðun stendur. Þeim ugg og kvíða, sem oft vaknar hjá barn- inu, þegar á að fara að skoða það, reynir læknirinn að eyða með hlý- legri og rólegri framkomu. Sé barnið stöðugt órólegt og grátandi vegna verkja og eymsla, torveld- ar það að sjálfsögðu skoðunina, en með nægri þolinmæði er þó hægt að ná furðu langt. Ef grunur er um bráðan sjúkdóm í kviðarholi, er sjálfsagt að hefja skoðunina þar og er góður háttur að fram- kvæma hina ýmsu þætti hennar í ákveðinni röð. Inspectio: í góðri birtu og eftir að hafa fjarlægt fötin vel af kvið barnsins, athugum við, hvort hann allur eða hluti hans sé óeðlilega mikill fyrirferðar, hvort garna- hreyfingar sjáist í gegnum kvið- vegginn, og með kviðslit í huga lít- um við eftir, hvort nokkuð óeðli- legt sé að sjá við nafla eða í nárum. Lítil eða upphafin öndunarhreyf- ing á kvið hjá barni innan 6 eða 7 ára, sem mestmegnis andar með þindinni, gæti gefið grun um sjúkdóm í kviðarholi með líf-

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.