Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.09.1966, Blaðsíða 46
Jf6 LÆKNANEMINN himnubólgu. Sjúkdómar í brjóst- holi, eins og lungna- og brjóst- himnubóiga, hafa gagnstæð áhrif á öndunarhreyfingar. Palpatio: Við látum höndina hvíla léttilega á kvið barnsins smástund og þreifmn síðan var- færnislega á hornrni öllum og reynum að gera okkur grein fyrir hvar eymsli séu mest, hvort fyrir- ferðaraukning sé innifyrir og vöðvaspexma til staðar, sjálfráð eða ósjálfráð. Stundum er hægt að fá barnið til að aðstoða við skoð- unina, t. d. að benda á hvar það finni mest til, og sé það látið hósta, grípur það oft með hendinni um þann stað, þar sem eymsiin eru mest. Ösjálfráð vöðvaspenna kem- ur fram, þegar barnið er hrætt og órólegt, en með nægum tíma og yfirlegu má þó fá vöðvana til að slappa af. Auscultatio: Það heyrast lág, strjál eða jafnvel alls engin garna- hljóð í lífhimnubólgu, allt eftir því hvað hún er útbreidd. í bráðu iðra- kvefi eru garnahljóðin aukin, stöðug, mismunandi hávær og skvampandi. Aukin garnahljóð heyrast einnig í garnastíflu, t. d. við volvulus eða intussusceptio. Þau fara smá hækkandi eftir því sem hinar kröftugu samdráttar- hreyfingar færast eftir görninni að stíflimni, en liggja svo niðri á milli. Þessum samdráttarhreyfing- um fylgja sárir verkir. Exploratio rectalis ætti að gera á öllum sjúklingum, sem grunaðir eru um að hafa sjúkdóm í kviðar- holi. Börn eru ákaflega viðkvæm fyrir þessari rannsóknaraðferð, hana verður því að framkvæma af ýtrustu varfærni og ekki fyrr en í lok skoðunar. Fingri er haldið þétt að endaþarminum, litlafingri hjá yngstu börnunum og vísifingri hjá þeim eldri, þar til hringvöðvinn gefur eftir og fingrinum þá rennt hægt inn. Það er ógerningur að dæma um hjá yngstu börnun hvort eymsli séu til staðar uppi í grind- arholinu, en aftur á móti má með þessari rannsóknaraðferð ganga úr skugga um, hvort þar sé íyrir- ferðaraukning. Helztu sjúkdómar: Hjá börnum er botnlangabólga talin algengasta orsökin fyrir bráðu sjúkdóms- ástandi í kvið. I erlendum lækna- tímaritum hefir verið greint frá botnlangabólgu hjá fárra daga gömliun börnum, en annars verður að telja þennan sjúkdóm sjaldgæf- an innan 2 ára aldurs, borið saman við tíðni hans eftir það. Þrátt fyr- ir stórstígar framfarir í læknis- fræði á seinni árum, aukið sjúkra- rými og betur menntaða lækna hefir fylgikvillum bráðrar botn- langabólgu hjá ungbörnum ekki fækkað, svo sem lífhimnubólgu og ígerð af völdum sprungins botn- langa og stafar þetta auðvitað af því, að erfiðleikarnir á að greina þennan sjúkdóm hjá börnum í þessum aldursflokki eru óbreyttir, aðstandendur vitja læknis ekkert fyrr en áður og lækninum verða sömu skyssur á við sjúkdómsgrein- inguna. Eins og háttar til í sveita- héruðum hér á landi, hefir læknir- inn fyllstu ástæðu til að leggja hvert það barn á sjúkrahús, sem hefir verki í kviðarholi, uppköst og eymsli á botlangasvæði. Það er lítið hægt að fara eftir hita eða fjölda hvítra blóðkorna, þegar um byrjandi botnlangabólgu er að ræða og það á ekki að meðhöndla slíka sjúklinga með antibiotica í þeirri góðu trú, að þau geti læknað allt. Lymphadenitis mesenterialis acuta getur mjög líkzt botnlanga- bólgu og eru oft samfara sýkingu í efri loftvegum. Hiti er gjarnan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.