Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 49

Læknaneminn - 01.09.1966, Síða 49
LÆKNANEMINN J,9 til, kreppir fætur upp að kvið, sem iðulega verður uppþemdur af lofti, sem barnið gleypir við grátinn. Foreldrar óttast að um botnlanga- bólgu eða annan hættulegan sjúk- dóm í kviðarholi sé að ræða og upplýsingar, sem læknirinn fær um gang sjúkdómsins mótast af því. Með vandlegri skoðun á þó samt að vera hægt að komast að hinu rétta. Eyrnabólga er einhver al- gengasta orsök fyrir verkjum hjá ungbörnum. Sjúklingur með lungnabólgu eða brjósthimnu- bólgu kvartar þráfaldlega um verk í kviðarholi, en venjulegast er þá einhver hósti eða önnur einkenni frá öndunarfærum til staðar og ættu að leiða lækninn á rétt spor. Barn með hálsbólgu kvartar iðu- lega um verki og eymsli í kviðn- um. í öllum slíkum tilfellum á að vera hægt að komast að réttri sjúkdómsgreiningu með nákvæmri skoðun á sjúklingnum, Sveitalæknar hafa sjaldan möguleika á að fvlgjast svo ná- kvæmlega með sjúklingum sínum sem nauðsynlegt er, þegar sjúk- dómsgreiningin liggur ekki í aug- um uppi. Þeir eiga að sjálfsögðu að senda á sjúkrahús til nánari rannsóknar hvern þann sjúkling, sem þeir að vel athuguðu máli hyggja,að hafi alvarlegan sjúkdóm í kviðarholi eða annars staðar og þeir telja sig ekki geta ráðið við. TJPPRISA. 1 kennslubók Eriks Strömgren í psykiatriu, nánar tiltekið I kaflan- um um psykosis manio-depressiva (bls. 121), er að finna stutt ljóð, sem þykir lýsa mjög vel vissu stigi í ofangreindum sjúkdómi. Birtist það hér í íslenzkri þýðingu Brynjólfs Ingvarssonar, en vegna þeirra sem ekki eiga bók Strömgrens birtum við það einnig á frummálinu. Nefnist það á dönsku „Opstanden fra dodsviget". Alene aftenen — á, Gud, det er som om ens kval var listet bort en stund, máske kun for at samle nye kræfter, men er dog borte lidt. En lille tid er det som om der fodes noget nyt. En falelse, der ligner lidt et háb, en tanke med en anelse af smil------------- Ó, guð minn, bara að komið væri kvöld svo kvölin sára léti um stund sín völd, kannske til þess eins að eflast, magnast, hún er þá fjarri. Veikir burðir safnast, og loks er eins og ætli að rofa til. Tilfinning, sem brostnar vonir bærir í brossins gervi hugsun mína nærir.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.