Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1966, Side 51

Læknaneminn - 01.09.1966, Side 51
LÆKNANEMINN 51 Samvextir voru einvörðungu innvort- is fyrirbrigði í brjóst- eða kviðarholi. Fibrösar samloðanir milli vöðvaþráða, vöðvabúnta eða vöðva og fascia eru þó sömu tegundar. Defence var aðeins til í sambandi við innvortis sjúkdóma. Við, sem fáumst við fysiurgi vitum hins vegar, að defence eða vöðvasamdráttur myndast alls stað- ar í kringum veika staði, hvort sem þeir eru útvortis eða innvortis. Þessi samdráttur getur orðið að harðsnúnum vöðva og sinastyttingum, contractur- um, sem eru meðal okkar erfiðustu við- fangsefna. Dálítið var minnst á myositis ossi- ficans, sennilega vegna þess, að þá komu skurðir til greina, en lítið sem ekkert var minnst á aðrar vöðvabólgur, en þser eru að sínu leyti jafn algengar og myositis ossificans er sjaldgæfur. Tals- verðu rúmi var eytt í trigeminus neu- ragli, auðvitað með tilliti til skurðað- gerða. Þann sjúkdóm hef ég aðeins einu sinni séð. Þegar við lærðum um cutis og sub- cutis, gleymdust subcutan infiltrötin eða stíflurnar, en það er afar algengur sjúkdómur, sem búinn er að gabba margan kirurginn. Hins vegar lærðum við mikið um furunculi, carbunculi og phlegmone, af því að þar þurfti að skera. 1 sambandi við það, hversu mikilvægt starf húðarinnar er, dettur mér í hug eftirfarandi. Maður getur lifað útlima- laus; þá mun þó vanta helming líkam- ans. Maður getur lifað með eitt nýra, eitt lunga, hálfa lifur og engan maga. En ef helmingur húðarinnar fer for- görðum, deyr maður af eitrun. Eitrun- in er aðallega skýrð á þann hátt, að óviðkomandi efni dragist inn I líkam- ann frá hinum stóra sárfleti. Húðin er mikilvægur farvegur fyrir líkamsvökv- ana á leið sinni frá vefjunum til hreinsi- stöðvanna. I því tilfelli er frárennslið a. m. k. að miklu leyti stöðvað, en brennslan (metabolismus) heldur áfram og því ekki ósennilegt að eitrunin geti stafað af því. Þetta eru aðeins vangaveltur, en ég kem aftur að landinu gleymda. At- vinnusjúkdómar og statiskir sjúkdómar, hafa ekki verið nefndir. Þó er það svo, að það næsta, sem ég spyr sjúklinga um, á eftir nafni og heimilisfangi, er hvað þeir starfi, en það getur gefið mikilvægar leiðbeiningar í sjúkdóms- greiningunni. Af öllum þeim þúsundum blaðsíðna, sem við lásum, medicina interna, chir- urgia, opthalmologia, oto-laryngologia, gynaecologia, dermatologia, og hvað þau hétu öll saman, var aðeins fórnað fá- um síðum til að tala um sjúkdóma í hinum eiginlega corpus. Það mundi svara til þess, að skipstjóri legði sjálf- umglaður á hafið, eftir að hafa litið á vélina, án þess að vita neitt um skips- skrokkinn.Yfir þessi göt í sjúkdómsgrein ingu skellti medicina svo skrautlegum bótum, svo sem alls konar algium, rheu- matismus, asthenia, neurasthenia og hysteria. Ef sjúklingur kvartaði um eitt- hvað, sem ekki var beinlínis hægt að vaða í með hnífinn og ekki heldur hægt að heimfæra til innyflanna, fékk hann hengda á sig einhverja ofannefnda skrautbót, varð svo að þvælast frá ein- um lækni til annars, misskilinn og hálf- fyrirlitinn, án þess að reynt væri að finna líkamlega skýringu á kvörtunum hans. Fysiskar lækningar munu vera jafn gamlar mannkyninu, eins og aðrar iækningatilraunir. Þær eru iðkaðar meðal frumþjóða, og þær voru iðkað- ar mikið með Grikkjum og Rómverjum, en hálfgleymdust með hnignun þessara þjóða. Frá alda öðli reyndu menn að hjálpa hver öðrum eftir beztu getu, ef sjúkdóma eða slys bar að höndum. Þannig fékkst smám saman reynsla á því hvað að gagni kom í hverju tilfelli. En Mammon mun hafa verið með í ferðum þá eins og nú. Lyfjabruggið sótti fastast á, umvafði sig dulúð, og

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.